Ef skila á vörum sem eru í mismunandi innkaupapöntunum til eins lánardrottins er hægt að nota aðgerðina Sameina skilaafhendingar.
Þegar vörurnar eru sendar þarf að bóka tengdar innkaupaskilapantanir sem sendar, og þannig stofna bókaðar innkaupaskilapantanir.
Þegar kemur að því að reikningsfæra vörurnar er hægt að stofna innkaupakreditreikning og afrita sjálfkrafa bókaðar innkaupaskilasendingarlínur í skjalið, í stað þess að reikningsfæra hverja innkaupaskilapöntun sérstaklega. Þá má bóka innkaupakreditreikning og reikningsfæra allar opnar vöruskilapantanir innkaupa á sama tíma.
Þegar vöruskilaafhendingar eru sameinaðar á kreditreikningi og bókfærðar stofnast Bókaður innkaupakreditreikn. fyrir reikningsfærðu línurnar. Reiturinn Reikningsfært magn á upprunalegri vöruskilapöntun innkaupa er uppfærður á grundvelli reikningsfærða magnsins. Hins vegar er upprunalegri vöruskilapöntun innkaupa ekki eytt jafnvel þó hún hafi verið móttekin og reikningsfærð að fullu og því verður að eyða þeirri vöruskilapöntun innkaupa.
Þessi aðferð gerir ráð fyrir því að til séu margar innkaupaskilapantanir vegna sama lánardrottins og að þær séu bókaðar sem sendar.
Sameining endursendra afhendinga:
Í reitinn Leita skal færa inn Innkaupakreditreikningar og velja síðan viðkomandi tengi.
Á flipanum Heim í flokknum Nýtt skal velja Nýtt.
Búa til innkaupakreditreikning. Frekari upplýsingar eru í Hvernig á að stofna Innkaupakreditreikninga.
Á flýtiflipanum Línur skal velja Aðgerðir og velja síðan Sækja skilaafhend.línur.
Nokkrar skilaafhendingarlínur eru valdar sem eiga að vera á reikningnum:
Ef röng vöruskilaafhendingarlína er valin eða ef byrja á upp á nýtt má einfaldlega eyða línunum á innkaupakreditreikningnum og síðan nota aftur aðgerðina Sækja skilaafhend.línur.
Á flipanum Aðgerðir í flokknum Bókun veljið Bóka og veljið svo hnappinn Í lagi.
Til að fjarlægja opnar vöruskilapantanir innkaupa eftir bókun sameinaðrar afhendingar
Í reitnum Leit skal færa inn Eyða reikningsfærðum vöruskilapöntunum innkaupa og velja síðan viðkomandi tengil.
Færa inn afmarkanir til að skilgreina hvaða pantanir á að eyða og velja svo hnappinn Í lagi.
Að öðrum kosti skal eyða einstökum pöntunum handvirkt. Á flipanum Heim í flokknum Stjórna veljið Eyða.
Ábending |
---|
Frekari upplýsingar um hvernig á að vinna með reiti og dálka eru í Unnið með Microsoft Dynamics NAV. Nánari upplýsingar um hvernig finna má tilteknar síður eru í Leit. |
Sjá einnig
Hvernig á að sækja Línur fyrir endursenda afhendingu fyrir kostnaðarauka
Hvernig á að vinna úr innkaupaskilum
Hvernig á að afturkalla magnbókun í bókuðum skilaafhendingum
Verkhlutar
Hvernig á að sameina vöruskilamóttökur handvirktHvernig á að sameina afhendingar í einn reikning