Eigi að reikningsfæra fleiri en eina afhendingu saman er hægt að nota eiginleikann sameina afhendingar.
Áður en hægt er að búa til sameinaða afhendingu þarf að vera búið að bóka fleiri en eina söluafhendingu fyrir sama viðskiptamanninn í sama gjaldmiðlinum. Það er að segja, það þarf að vera búið að fylla út tvær eða fleiri sölupantanir og bóka þær sem afhentar en ekki reikningsfærðar. Til að sameina afhendingar þarf að velja gátreitinn Sameina afhendingar á flýtiflipanum Afhending í spjaldinu viðskiptamaður.
Að sameina afhendingar handvirkt í einn reikning
Í reitnum Leit skal færa inn Sölureikningur og velja síðan viðkomandi tengil.
Á flipanum Heim í flokknum Nýtt skal velja Nýtt.
Í reitnum Selt-til - Viðskm.nr. er viðskiptamaðurinn sem fær reikninginn fyrir afhentar vörur tilgreindur.
Á flýtiflipanum Línur skal velja Aðgerðir, velja Aðgerðir og velja svo Sækja afhendingarlínur.
Afhendingarlínan sem á að vera á reikningnum er valin:
-
Til að setja allar línur inn eru allar línur valda og svo smellt á Í lagi.
-
Til að setja sérstakar línur inn eru línurnar valdar og svo smellt á Í lagi. Hægt er að nota Ctrl-takkanum til að velja margar línur sem ekki eru samliggjandi.
-
Til að setja allar línur inn eru allar línur valda og svo smellt á Í lagi.
Ef röng afhendingarlína var valin eða byrja á aftur er línunum einfaldlega eytt í reikningnum aðgerðin Sækja afhendingarlínur keyrð aftur.
Til að bóka reikninginn er farið í flipann Aðgerðir, flokkinn Bókun og Bóka valið.
Ef viðskiptamaður er einnig skráður sem tengiliður í kerfishlutanum Markaðssetning og búið er að tilgreina kóta samskiptasniðmáts fyrir reikninga í glugganum Markaðssetning eru samskipti í töflunni Skráningarfærsla samskipta skráð sjálfvirkt þegar Bóka og prenta er valið til að prenta reikninginn.
Til að sameina afhendingar sjálfkrafa á einn reikning
Í reitnum Leita skal færa inn Sameina afhendingar og velja síðan viðkomandi tengi. Keyrslubeiðnaglugginn opnast.
Fylltir eru út reitirnir á flýtiflipanum Valkostir. Velja skal reitinn Bóka reikninga.
Velja hnappinn Í lagi.
Til athugunar |
---|
Bóka þarf reikninga handvirkt ef gátreiturinn Bóka reikninga var ekki valinn í keyrslunni. |
Bókaðar og reikningsfærðar pantanir fjarlægðar
Þegar afhendingar eru sameinaðar í reikningi og bókaðar er bókaður sölureikningur stofnaður fyrir reikningsfærðu línurnar. Reiturinn Reikningsfært magn í upphaflegu standandi sölupöntuninni eða sölupöntuninni er uppfærður samkvæmt reikningsfærða magninu.
Þegar afhendingar eru reikningsfærðar á þennan hátt eru pantanir sem afhendingar voru bókaðar úr enn til staðar, jafnvel þótt þær hafi verið afhentar og reikningsfærðar að fullu.
Til að fjarlægja opnar sölupantanir
Í reitnum Leit skal færa inn Eyða reikningsfærðum sölupöntunum og velja síðan tengil.
Tilgreinið hvaða sölupöntunum á að eyða í reitnum Nr..
Velja hnappinn Í lagi.
Að öðrum kosti skal eyða einstökum sölupöntunum handvirkt.
Til að fjarlægja opnar standandi sölupantanir
Í reitnum Leit skal færa inn Eyða reikningsfærðum standandi sölupöntunum og velja síðan tengil.
Tilgreinið hvaða sölupöntunum á að eyða í reitnum Nr..
Velja hnappinn Í lagi.
Ábending |
---|
Frekari upplýsingar um hvernig á að vinna með reiti og dálka eru í Unnið með Microsoft Dynamics NAV. Nánari upplýsingar um hvernig finna má tilteknar síður eru í Leit. |