Ef magn hefur verið ranglega bókað, t.d. ef vöruskilapöntun hefur verið gerð með röngum stykkjafjölda og síðan bókað sem afhent (en ekki reikningsfært) er hægt að ógilda bókunina.
Magnbókanir ógiltar
Í reitnum Leit skal færa inn Bókaðar skilaafhendingar og velja síðan viðkomandi tengil.
Viðeigandi Bókuð skilaafhending er opnuð og línan eða línurnar sem leiðrétta á valdar.
Á flýtiflipanum Línur skal velja Aðgerðir, velja Aðgerðir og velja svo Afturkalla vöruskilaafhendingu.
Leiðréttingarlína er sett í bókaða fylgiskjalið og reitirnir Skilamagn afhent og Skilaupph. afhent óreikningsf. í innkaupabeiðninni eru settir á núll.
Farið nú aftur í innkaupaskilapöntunina til að endurtaka bókunina.
Í gluggahausnum Bókuð skilaafhending takið mið af tölunni á svæðinu Vöruskilapöntun nr.
Í reitnum Leit skal færa inn Vöruskilapöntun innkaupa og velja síðan viðkomandi tengil.
Opna vöruskilapöntunina sem um ræðir og síðan, á flipanum Aðgerðir, í flokknum Afhending , velja Enduropna til að enduropna hana.
Færslan í reitnum Magn er leiðrétt og pöntunin bókuð.
Ábending |
---|
Frekari upplýsingar um hvernig á að vinna með reiti og dálka eru í Unnið með Microsoft Dynamics NAV. Nánari upplýsingar um hvernig finna má tilteknar síður eru í Leit. |