Microsoft Dynamics NAV inniheldur ýmsar sértöflur fyrir verk sem vinna þarf vegna uppgjörs VSK og skýrslna til tolla- og skattayfirvalda.
VSK-skýrslur
Hægt er að nota töflur til að reikna gjaldfallinn VSK fyrir tiltekið tímabil. Microsoft Dynamics NAV stofnar færslu í glugganum VSK-færslur vegna allra bókaðra viðskipta þar sem um VSK er að ræða. Þessar færslur eru notaðar til að reikna VSK sem á að gera upp fyrir tiltekið tímabil. Síðan er hægt að útbúa og prenta VSK-yfirlitsskýrslu.
VSK-yfirlit
VSK-yfirlit er notað til að tilgreina grunn útreikninga á gjaldföllnum VSK fyrir skattayfirvöld. Í glugganum VSK-yfirlit eru tilgreint VSK-yfirlit samkvæmt reikningum í glugganum Bókhaldslykill eða færslum í glugganum VSK-færslur. Kosturinn við að nota VSK-færslur er sá að hægt er að loka þessum færslum með því að bóka VSK-uppgjörið. Einfaldara er að finna VSK-leiðréttingarfærslur í eldri fjárhagstímabilum þar sem VSK-yfirlitið var unnið með VSK-færslum.
VSK-yfirlitið er yfirleitt tilgreint þegar fyrirtækið er sett upp í kerfinu. Mælt er með því að yfirlitið sé sett upp á því sniði sem skattayfirvöld fara fram á. Þegar búið er að tilgreina yfirlitið er hægt að forskoða það og prenta.
Nánari upplýsingar um VSK-yfirlit eru í Hvernig á að skilgreina VSK-yfirlit, Hvernig á að forskoða VSK-yfirlit og Hvernig á að prenta VSK-yfirlit.
VSK-uppgjör
Reglulega þarf að greiða nettó-VSK til skattayfirvalda. Hægt er að nota keyrslu eins oft og þörf er á ef oft þarf að framkvæma VSK-uppgjör. Eftir að VSK-yfirlitið hefur verið samþykkt er hægt að keyra keyrsluna Reikna og bóka VSK-uppgjör til að loka opnum VSK-færslum og flytja VSK-upphæðir innkaupa og sölu í VSK-uppgjörsreikning.
Nánari upplýsingar um flutning VSK-upphæða eru í Hvernig á að flytja VSK-upphæðir yfir á uppgjörsreikning
Til athugunar |
---|
Þegar VSK-færslur hafa verið bókaðar og staða þeirra er lokuð er ekki hægt að opna þær aftur. Hins vegar er enn hægt að stofna VSK-skýrslur úr slíkum færslum. |