Skráning VSK vegna innflutnings kemur til þegar bóka þarf fylgiskjal þar sem höndla þarf alla upphæðina sem VSK. Þetta er t.d. nauðsynlegt ef móttekinn er VSK-reikningur frá skattayfirvöldum vegna innfluttra vara.

Dæmi

Til dæmis flytur fyrirtæki inn vörur og bókar innkaupareikning (án VSK) upp á 100.000,00 SGM. Þessi reikningur er bókaður á hefðbundinn máta og viðeigandi lína í VSK-bókunargrunninum tilgreinir VSK-prósentuna 0. Síðar fær fyrirtækið VSK-reikning frá skattayfirvöldum. Á reikningnum er reiknaður VSK vegna innflutnings 25% af reikningsupphæðinni = 25.000,00 SGM. Þegar fyrirtækið borgar VSK-reikninginn þarf að vera hægt að stofna VSK-færslu þar sem VSK-stofninn er 0 og VSK-upphæðin er 25.000,00 SGM.

Uppsetning VSK-reiknings fjárhags og VSK-bókunargrunns

Til að skrá VSK vegna innflutnings þarf að setja upp nýjan VSK-reikning fjárhags, VSK-vörubókunarflokk og samsvarandi línu í VSK-bókunargrunni. Nánari upplýsingar um uppsetningu kóta fyrir VSK vegna innflutnings eru í Hvernig á að setja upp Kóta fyrir VSK vegna innflutnings.

Bókun VSK vegna innflutnings með færslubókum og reikningum

Til að bóka VSK vegna innflutnings í dæminu er hægt að nota færslubók eða innkaupareikning.

Nánari upplýsingar um bókanir VSK-reikninga vegna innflutnings eru í Hvernig á að bóka VSK vegna innflutnings og Hvernig á að bóka VSK vegna innflutnings með innkaupareikningum.

Sjá einnig