Í ESB-löndum/svæðum falla allar sölu- og innkaupafærslur undir VSK-útreikning.
Útreikningur og birting VSK-upphæða í sölu- og innkaupaskjölum
Hægt er að reikna og birta VSK-upphæðir í sölu- og innkaupaskjölum á mismunandi máta, samkvæmt tegund viðskiptamannsins eða lánardrottinsins sem notandi á viðskipti við. Einnig er hægt að hnekkja VSK-upphæðum sem kerfið reiknaði svo þær passi við VSK-upphæðina sem reiknuð er af lánardrottni viðkomandi færslu.
VSK-leiðrétting
Hægt er að gera leiðréttingar á bókuðum VSK-færslum. Þannig er hægt að breyta heildarupphæðum VSK sölu eða innkaupa án þess að breyta VSK-stofninum. Aðgerðina er t.d. hægt að nota ef móttekinn er reikningur frá lánardrottni sem reiknaði VSK vitlaust. Nánari upplýsingar um leiðréttingar á bókuðum VSK-færslum eru í Hvernig á að leiðrétta VSK.
Einingaverð og línuupphæð með/án VSK
Þegar vara er valin í reitnum Nr. í söluskjalinu fyllir kerfið einnig út reitinn Ein.verð. Einingarverðið er reiknað og flutt úr annaðhvort birgðaspjaldinu eða leyfilegum vöruverðum vörunnar og viðskiptamannsins. Kerfið reiknar einungis Línuupphæð þegar magn er fært inn fyrir línuna.
Þegar selt er til smásöluneytenda kann að vera óskað eftir því að verð í söluskjali séu með VSK bæði á skjá og þegar prentað er. Þetta er hægt að gera með því að velja gátreitinn Verð með VSK í haus fylgiskjalsins.
Athugaðar og óathugaðir reitir
Ef reiturinn Verð með VSK er valinn eru reitirnir Ein.verð og Línuupphæð uppfærðir þannig að þeir eru með VSK. Reitaheitin endurspegla einnig þetta.
Ef reiturinn er ekki valinn fyllir kerfið út reitina Ein.verð og Línuupphæð án VSK. Reitaheitin endurspegla það.
Verð með sjálfgefnum VSK í viðskiptamanna- og birgðaspjöldum
Hægt er að setja upp sjálfgefna stillingu á Verð með VSK fyrir öll söluskjöl viðskiptamanns í reitnum Verð með VSK á spjaldinu Viðskiptamaður.
Einnig er hægt að setja upp vöruverð þannig að þau séu með eða án VSK. Yfirleitt er vöruverð í birgðaspjaldi verð án VSK. Kerfið notar upplýsingarnar úr reitnum Verð með VSK í birgðaspjaldinu til að ákvarða einingarverðið fyrir söluskjölin.
Eftirfarandi tafla birtir yfirlit yfir það hvernig kerfið reiknar upphæðir einingarverðs fyrir söluskjöl þegar engin verð eru sett upp í glugganum Söluverð:
Verð með VSK í birgðaspjaldi | Reiturinn Verð með VSK í söluhaus | Aðgerð framkvæmd |
---|---|---|
Ekkert gátmerki | Ekkert gátmerki | Einingarverð á birgðaspjaldinu er afritað í reitinn Ein.verð án VSK í sölulínunum. |
Ekkert gátmerki | Gátmerki | Kerfið reiknar VSK-upphæð á einingu og bætir við Ein.verð á Vöruspjaldinu. Heildareiningarverðið er svo fært inn í reitinn Ein. verð með Vsk í sölulínunum. |
Gátmerki | Ekkert gátmerki | Kerfið reiknar VSK-upphæðina sem er tekin í Ein.verð í birgðaspjaldinu með VSK-prósentunni sem tengist samsetningu VSK-viðskiptabókunarflokksins (verð) og VSK-vörubókunarflokksins. Einingaverðið í birgðaspjaldinu, mínus VSK-upphæðin, er því næst fært inn í reitinn Ein.verð án VSK í sölulínunum. |
Gátmerki | Gátmerki | Einingarverðið í birgðaspjaldinu er afritað í reitinn Ein.verð með VSK í sölulínunum. |