Öll fyrirtæki í löndum innan Evrópusambandsins þurfa að gefa öðrum löndum/svæðum innan sambandsins skýrslur um viðskipti sín. Einnig þarf að gefa hagstofu viðkomandi lands/svæðis mánaðarlega skýrslu um hreyfingu vöru og skýrsluna þarf að afhenda skattayfirvöldum. Í kerfinu er þetta kallað Intrastat-skýrslur. Glugginn Intrastatbók er notuð til að vinna reglulegar Intrastat-skýrslur.

Uppsetning Intrastat

  1. Í reitnum Leit skal færa inn Tollflokkar og velja síðan viðkomandi tengil.

  2. Í glugganum Tollflokkar eru færðir inn tollflokkar allra keyptra og seldra vara. Nánari upplýsingar um tiltekinn reit fást með því að velja reitinn og ýta á F1.

  3. Í reitnum Leit skal færa inn Tegundir viðskipta og velja síðan viðkomandi tengil.

  4. Í glugganum Tegundir viðskipta eru færðar inn tuttugu og tvær forskilgreindar tegundir viðskipta og kótar Intrastat.

  5. Í reitnum Leit skal færa inn Flutningsmátar og velja síðan viðkomandi tengil.

  6. Í glugganum Shortcut iconFlutningsmátar eru færðar inn sjö forskilgreindar tegundir flutningsmáta og kótar Intrastat.

    Fylla þarf út töflurnar hér að ofan og úthluta gildum Tegund viðskipta og Flutningsmáti á flýtiflipanum Erlent fyrir sölu- og innkaupaskjöl áður en sala eða innkaup eru bókuð í Microsoft Dynamics NAV.

  7. Í glugganum Shortcut iconBirgðaspjald skal færa kóta tollflokks vörunnar inn í reitinn Kóti tollflokks á flýtiflipanum Erlent.

Skrefin eru endurtekin fyrir allar vörur. Úthluta kótum tollflokka á allar vörur.

Ef birgðafærslur eiga að fela í sér nauðsynlegar upplýsingar þegar Microsoft Dynamics NAV flytur þær í Intrastatbókarlínu verða nauðsynlegar upplýsingar að hafa verið færðar inn.

Aðrar uppsetningar

  • Hægt er að setja upp Lýsingar viðskipta og Svæði til viðbótar við upplýsingar um tegund viðskipta og lands. Lýsingu viðskipta og Svæði er einnig úthlutað á sölu- og innkaupaskjöl á flýtiflipanum Erlent.

  • Komu-/brottfararstaði er hægt að stofna fyrir birgðageymsluna sem vörur erlendis frá eru fluttar í eða vörur sem fara eiga erlendis eru fluttar út úr. Flugstöð Leifs Eiríkssonar er dæmi um komu-/brottfararstað. Komu-/brottfararstaði er hægt að færa inn í sölu- og innkaupskjöl á flýtiflipanum Erlent. Þessar upplýsingar verða einnig afritaðar úr birgðafærslum þegar Intrastatbók er stofnuð.

Uppsetning Intrastatbóka

Áður en hægt er að nota gluggann Intrastatbók þarf að setja upp Intrastatbókar-sniðmát og -keyrslur.

Fært inn í Intrastatbækur:

  • Hægt er að færa inn í Intrastatbók viðeigandi birgðafærslur með aðgerðinni Sækja færslur eða handvirkt. Ef viðeigandi fjárhagsfærslur eru til staðar fyrir birgðafærslurnar er hægt að færa þær inn handvirkt. Slíkar handvirkar leiðréttingar geta innihaldið þjónustugjöld, flutningskostnað, raunkostnað o.s.frv.

Við INTRASTAT-skýrslugerð skal nota gluggann Intrastatbókarlína. Öllum fyrirtækjum í aðildarríkjum ESB ber skylda til að gefa skýrslu um viðskipti sín í öðrum ESB-löndum/svæðum.

Til að senda Intrastat

  • Þegar Intrastatbók er útfyllt er hægt að prenta skýrsluna Intrastat - Gátlisti til að tryggja að allar upplýsingar í bókinni séu réttar. Því næst er intrastat-skýrsla prentuð á eyðublað eða sett á disk og því næst send til skattayfirvalda viðkomandi lands/svæðis.

Ábending

Sjá einnig