Að færa VSK-upphæðir inn á uppgjörsreikninginn þýðir að VSK-upphæðirnar sem reiknaðar voru á yfirlitstímabilinu eru lagðar inn á reikning innskatts og teknar út af reikningi útskatts. Nettóupphæðin er lögð inn eða tekin út, ef innskattsupphæðin er hærri, á VSK-uppgjörsreikninginn. Hægt er að bóka uppgjörið strax eða prenta prófunarskýrslu fyrst.
Að færa VSK-upphæðir yfir á uppgjörsreikning
Í reitnum Leit skal færa inn VSK-yfirlit og velja síðan viðkomandi tengil.
Í glugganum VSK-yfirlit, á flipanum Aðgerðir, í flokknum Aðgerðir, er valið Reikna og bóka VSK-uppgjör.
Á flýtiflipanum VSK-bókunargrunnur er hægt að slá inn kóta í reitina VSK viðsk. bókunarflokkur og VSK vörubókunarflokkur til að velja færslur sem á að vinna. Ef enginn kóti er sleginn inn verða færslur með öllum kótum fyrir viðskiptahópa og vöruhópa taldar með.
Á flýtiflipanum Valkostir er hægt að tilgreina skilyrði fyrir keyrsluna. Nánari upplýsingar um tiltekinn reit fást með því að velja reitinn og ýta á F1.
Veldu hnappinn Prenta til að hefja keyrsluna.
Ef prófunarskýrslan er prentuð til að fá viðurkenningu áður en bókunin er gerð verður að velja reitinn Bóka til að ræsa keyrsluna aftur.
![]() |
---|
Ef VSK er reiknaður vegna viðskipta við ESB verður einnig að útbúa VIES-skýrslu fyrir skattayfirvöld. |
![]() |
---|
Frekari upplýsingar um hvernig á að vinna með reiti og dálka eru í Unnið með Microsoft Dynamics NAV. Nánari upplýsingar um hvernig finna má tilteknar síður eru í Leit. |