Í ESB-löndum/svæðum falla allar sölu- og innkaupafærslur undir VSK-útreikning. Frekari upplýsingar VSK-skráningu eru í VSK-skráning
Handvirk breyting VSK-upphæða í sölu- og innkaupaskjölum
Kerfið reiknar VSK sjálfvirkt með því að nota VSK-viðskiptabókunarflokk viðskiptamannsins og VSK-vörubókunarflokk vörunnar. Hins vegar er einnig hægt að færa VSK-upphæðirnar handvirkt inn, ef upphæð kerfisins er lítið eitt önnur en sú sem viðskiptamaður/lánardrottin hefur reiknað, t.d. vegna sléttunar.
Til að færa VSK handvirkt inn í söluskjöl
Í glugganum Fjárhagsgrunnur er tilgreindur leyfður hámarks VSK-mismunur milli upphæðarinnar sem reiknuð er af kerfinu og handvirkt reiknuðu upphæðarinnar.
Setja gátmerki í reitinn Leyfa VSK-mismun í glugganum Sölugrunnur.
Breyting VSK fyrir söluskjöl:
Viðeigandi sölupöntun er opnuð.
Glugginn Sölupöntunaruppl. er opnaður.
Smellt er á flýtiflipann Reikningsfæra .
Til athugunar Heildarupphæð VSK fyrir reikninginn, sem flokkaður er samkvæmt kennimerki VSK, er birt í línunum. Hægt er að breyta upphæðinni handvirkt í reitnum VSK-upphæð í línum hvers kennimerkis VSK. Þegar VSK-upphæð er breytt gengur kerfið úr skugga um VSK hafi ekki verið breytt um meira en þá upphæð sem tilgreind er sem leyfður hámarksmismunur. Ef upphæðin er utan Hám. VSK-mismunur leyfður birtist viðvörun þar sem hámarksmismunur er tekinn fram. Ekki er hægt að halda áfram fyrr en upphæðin hefur verið leiðrétt. Smellt er á Í lagi og önnur VSK-upphæð sem er innan hámarksmismunar færð inn. Ef VSK-mismunur er jafn og eða lægri en hámarkið er VSK deilt hlutfallslega á milli fylgiskjalalínanna sem eru með sama kennimerki VSK.
Handvirkur VSK-útreikningur með notkun færslubóka
Einnig er hægt að breyta VSK-upphæðum sem kerfið reiknar í almennum færslubókum, sölu- og innkaupabókum. Þetta kann að reynast nauðsynlegt þegar lánardrottinsreikningur er færður inn í færslubók notanda og mismunur er á milli VSK-upphæðarinnar sem reiknuð er af kerfinu og VSK-upphæðarinnar sem er á mótteknum reikningi frá lánardrottninum.
Áður en hægt er að færa VSK handvirkt inn í færslubók
Í glugganum Fjárhagsgrunnur er tilgreindur leyfður hámarks VSK-mismunur milli upphæðarinnar sem reiknuð er af kerfinu og handvirkt reiknuðu upphæðarinnar.
Setja skal gátmerki í reitinn Leyfa VSK-mismun fyrir viðeigandi færslubók í glugganum Sniðmát færslubóka.
Áður en VSK er fært handvirkt inn í sölu- og innkaupabækur
Athuga reitinn Leyfa VSK-mismun í gluggunum Sölugrunnur og Innkaupagrunnur, í þeirri röð.
Þegar uppsetningunni er lokið eins og lýst er hér að ofan er hægt að breyta reitnum VSK-upphæð í færslubókarlínunni eða reitnum Mótreikningur VSK-upph. í sölu- eða innkaupabókarlínunum svo hann sé jafn VSK-upphæðinni á reikningnum. Kerfið gengur úr skugga um að mismunurinn sé ekki meiri en tilgreint hámark.
Til athugunar Ef mismunurinn er of mikill birtist viðvörun þar sem hámarksmismunurinn er tekinn fram og ekki er hægt að halda áfram fyrr en upphæðin hefur verið leiðrétt. Smellt er á Í lagi og önnur upphæð sem er innan hámarksmismunar færð inn. Ef VSK-mismunurinn er jafn og eða lægri en leyfilegt hámark birtir kerfið mismuninn í reitnum Mismunur á VSK.
Ábending |
---|
Frekari upplýsingar um hvernig á að vinna með reiti og dálka eru í Unnið með Microsoft Dynamics NAV. Nánari upplýsingar um hvernig finna má tilteknar síður eru í Leit. |