Skilgreina verður stefnu fyrirtækisins um hvernig á að vinna innkaup við upphaflega innleiðingu Microsoft Dynamics NAV. Þó svo þessi uppsetningarvinna sé venjulega aðeins gerð einu sinni með RIM-verkfærinu (Rapid Implementation Methodology) þá getur verið heppilegt að hagræða gildum uppsetningar þar sem aðgerðir fyrirtækis víkka út eða breytast.

Glugginn Innkaupagrunnur geymir helstu grundvallargildi uppsetningar, s.s. hvaða innkaupaskjala er krafist við vinnslu innkaupa, hvernig gildi þeirra eru bókuð og hvaða númeraröð skjala er notuð. Stuðningseiginleikar innkaupa, s.s. ástæður skila og framleiðslulánardrottnar, krefjast einnig uppsetningarvinnu, sem fer fram í öðrum gluggum.

Eftirfarandi tafla lýsir röð verkefna með tenglum í efnisatriði þar sem þeim er lýst. Verkin eru talin upp í sömu röð og þau eru yfirleitt framkvæmd.

Til aðSjá

Grunnstilla almenna stefnu um vinnslu innkaupa og hvaða fylgiskjöl á að nota.

Innkaupagrunnur

Skilgreina kóta sem standa fyrir innkaupalínur fyrir staðlaðar innkaupaaðgerðir svo að hægt sé að fylla út ný innkaupaskjöl með stöðluðum innkaupalínum.

Hvernig á að setja upp Staðlaða innkaupa- eða sölukóta

Setja upp kóta fyrir kaupendur fyrirtækisins sem seinna má úthluta til lánardrottna og nota til að útbúa upplýsingar og afmarka upplýsingar í prentuðum skýrslum.

Hvernig á að setja upp Innkaupaaðila

Skilgreina innkaupakóta til að beita við sérstakar innkaupaaðgerðir, s.s. innköllunarpantanir eða beinar afhendingar.

Innkaup

Setja upp númer kostnaðarauka til að greina á milli mismunandi vörugjalda sem nota má við innkaup.

Hvernig á að setja upp númer kostnaðarauka

Skilgreina ástæður fyrir vöruskilum og nota þær síðan í skilaskjölum innkaupa eða sölu.

Ástæður vöruskila

Gera lista yfir kóta fyrir framleiðendur til að greina á milli uppruna þeirra vara sem mótteknar eru frá lánardrottnum.

Framleiðandi

Leyfa móttöku rafrænna skjala með því að fylla í ýmsa reiti á spjöldum viðskiptamanna sem auðkenna lánardrottin þegar gögnum er varpað í ytri skrá.

Hvernig á að: Setja upp sendingu og móttöku rafrænna skjala

Sjá einnig