Vörugjaldsnúmer eru notuð til að greina á milli mismunandi vörugjalda sem notuð eru fyrir innkaupaskjöl í fyrirtækinu.
Til að setja upp númer kostnaðarauka
Í reitnum Leit skal færa inn Kostnaðaraukar og velja síðan viðkomandi tengil.
Á flipanum Heim í flokknum Nýtt skal velja Nýtt.
Í reitnum Nr. er fært inn númer eða kóti til að auðkenna vörugjaldið.
Í reitinn Lýsing er færð inn stutt lýsing á gjaldinu.
Valinn er almennur vörubókunarflokkur í reitnum Alm. vörubókunarflokkur.
Í reitnum Skattflokkskóti er valinn skattflokkskóti ef slíkur kóti er nauðsynlegur í landi/svæði notandans.
Valinn er VSK vörubókunarflokkur í reitnum VSK vörubókunarflokkur.
Ef reiturinn Sjálfvirk innsetning sjálfg. hefur verið valinn í glugganum Vörubókunarflokkar útfyllist reiturinn VSK vörubókunarflokkur sjálfkrafa.
Ábending |
---|
Frekari upplýsingar um hvernig á að vinna með reiti og dálka eru í Unnið með Microsoft Dynamics NAV. Nánari upplýsingar um hvernig finna má tilteknar síður eru í Leit. |