Inniheldur kóta og skilgreiningar á hinum ýmsu innkaupaaðgerðum sem hægt er að velja um þegar verið er að undirbúa innkaup á vörum, þar á meðal utanbirgðavörum.
Þessar aðgerðir eru settar upp í innkaupakótaglugganum.
Þegar vara er færð inn í sölulínu er hægt að gefa til kynna hvaða innkaupaaðgerðir eru nauðsynlegar fyrir þá línu. Til dæmis gæti verið til innkaupaaðgerð þar sem innkaupaaðili á að hafa samband við lánardrottinn og biðja um beina afhendingu. Kótinn fyrir þessa aðgerð er færður inn í reitinn Innkaupakóti í sölulínunni.
Hægt er að auðkenna innkaupaaðgerð sem annaðhvort beina afhendingu eða sérpöntun með því að setja gátmerki í reitinn bein sending eða reitinn Sérpöntun í glugganum Innkaupakóti. Aðeins er hægt að velja einn þessara reita fyrir hverja aðgerð.