Opnið gluggann Reikna og bóka VSK-uppgjör.

Lokar opinni VSK-færslu og millifærir VSK-upphæðir innkaupa og sölu á reikning VSK-uppgjörs.

Fyrir hvern VSK-bókunarflokk, finnur runuvinnslan allar VSK-færslur í töflunni VSK-færsla sem eru teknar með í afmarkanir í skilgreiningarglugganum.

Þegar VSK-færslur eru lokaður er merki í reitnum Lokaðí VSK-færsla. Reiturinn Færslunr. bætir færslunúmeri þeirrar uppgjörsfærslu, sem lokað hefur færslunni, sjálfkrafa í reitinn Lokað af færslunr.. Þetta gerist aðeins þegar upphæð skal yfirfærast milli fjárhagsreikninga.

Þegar VSK-upphæð er færð yfir á reikning VSK-uppgjörs er upphæðin frá tímabili VSK-skýrslu kreditfærð á VSK-reikningi innkaupa og debetfærð á VSK-reikning sölu. Reikningsnúmerin er að finna í töflunni VSK-bókunargrunnur. Reikningur fyrir vsk-uppgjör er gjaldfærður með nettó upphæð. Ef VSK-upphæð vegna innkaupa er hærri er hún skuldfærð.

Með keyrslunni má ýmist hefja bókunarferil eða prenta prófunarskýrslu.

Bókuðu færslunum er úthlutað víddunum í fjárhagsreikningunum sem þær eru bókaðar á.

Valkostir

Reitur Lýsing

Upphafsdagsetning

Færa skal inn fyrstu dagsetningu tímabils VSK-færslna sem er unnið úr í keyrslu.

Lokadagsetning

Færa skal inn síðustu dagsetningu tímabils VSK-færslna sem er unnið úr í keyrslu.

Bókunardags.

Færið inn dagsetninguna þegar yfirfærsla á VSK-reikning er bókuð. Þennan reit verður að fylla út.

Númer fylgiskjals

Færa skal inn fylgiskjalsnúmer. Þennan reit verður að fylla út.

Uppgjörsreikningur

Velja skal númer VSK-uppgjörsreiknings. Veljið reitinn til að sjá bókhaldslykilinn. Þennan reit verður að fylla út.

Sýna VSK-færslur

Valið ef einstakar VSK-færslur eiga að vera í þeirri skýrslu sem prentast við keyrslu. Eigi VSK-færslurnar ekki að prentast kemur uppgjörsupphæð aðeins fram fyrir hvern VSK-bókunarflokk.

Bóka

Gátmerki er sett í reitinn ef forritinu er ætlað að bóka yfirfærslu sjálfkrafa á reikning VSK-uppgjörs. Eigi yfirfærsla ekki að bókast prentast aðeins prófunarskýrsla við keyrslu og í þeirri skýrslu birtast: Prófunarskýrsla (óbókuð).

Sýna upph. í öðrum skýrslugjaldmiðli

Valið ef birta á skýrsluupphæðir í öðrum skýrslugjaldmiðli.

Ábending

Sjá einnig