Þegar viðskiptamaður greiðir ekki á gjalddaga er hægt að láta reikna út vexti sjálfvirkt og bæta þeim við gjaldföllnu upphæðina á reikningi viðskiptamannsins. Hægt er að láta viðskiptamenn vita af viðbótargjöldunum með því að senda vaxtareikninga.
Til athugunar |
---|
Vaxtareikningar eru notaðir til að reikna út vexti og annan kostnað og til að láta viðskiptamenn vita um þann kostnað án þess að minna þá á gjaldfallnar upphæðir. Einnig er hægt að reikna vexti á gjaldfallnar upphæðir þegar áminningar eru stofnaðar. |
Hægt er að stofna vaxtareikning fyrir einstakan viðskiptamann og fylla línurnar út sjálfvirkt. Einnig er hægt að nota keyrsluna Stofna vaxtareikninga til að stofna vaxtareikninga fyrir alla eða valda viðskiptamenn með gjaldfallna stöðu.
Þegar búið er að stofna vaxtareikninga er hægt að breyta þeim. Textinn sem birtist í upphafi og í lok vaxtareiknings ræðst af vaxtaskilmálunum og hægt er að sjá hann dálknum Lýsing í línunum. Ef reiknuð upphæð hefur verið sett inn sjálfvirkt í upphafs- eða lokatextann verður textinn ekki leiðréttur ef línunum er eytt. Þá verður að nota aðgerðina Uppfæra vaxtatexta.
Þegar búið er að stofna vaxtareikninga, og breyta þeim ef þarf, er hægt að prenta prufuskýrslur eða senda vaxtareikningana.
Þegar vaxtareikningur er sendur eru gögnin flutt í sérstaka töflu fyrir senda vaxtareikninga. Um leið eru vaxtareikningafærslur bókaðar og færslur bókaðar í viðskiptamannabók og á fjárhag.
Hægt er að prenta vaxtareikningana þegar þeir eru sendir eða prenta þá síðar.
Eftirfarandi tafla lýsir röð verkefna með tenglum í efnisatriði þar sem þeim er lýst. Verkin eru talin upp í sömu röð og þau eru yfirleitt framkvæmd.
Til að | Sjá |
---|---|
Stofna vaxtareikninga sjálfvirkt á viðskiptamenn með gjaldfallnar upphæðir. | |
Stofna vaxtareikning handvirkt og láta fylla línurnar út sjálfvirkt. | |
Fræðast um keyrsluna sem fyllir vaxtareikningalínurnar út sjálfvirkt. | |
Uppfæra upphafs- og lokatexta á vaxtareikningum sem hafa verið stofnaðir en ekki enn sendir. | |
Bóka færslur fyrir einn eða fleiri vaxtareikninga og, ef vill, prenta vaxtareikningana. |