Vaxtareikningur er svipaður reikningi.

Hægt er að fylla hausinn út handvirkt og línurnar sjálfvirkt, eða stofna vaxtareikninga sjálfkrafa fyrir alla viðskiptamenn.

Vaxtareikningar stofnaðir handvirkt:

  1. Í reitnum Leit skal færa inn Vaxtareikningar og velja síðan viðkomandi tengil.

  2. Á flipanum Heim í flokknum Nýtt skal velja Nýtt. Nýr vaxtareikningur er stofnaður.

  3. Á flýtiflipanum Almennt er reiturinn Nr. fylltur út. Hægt er að ýta á færslulykilinn til að velja næsta tiltæka númer.

  4. Í reitinn Númer viðskiptamanns er ritað númer viðskiptamannsins sem á að stofna vaxtareikning fyrir.

    Kerfið fyllir út reitina Vaxtaskilmálakóti og Gjaldmiðilskóti á flýtiflipanum Bókun með samsvarandi kóta á viðskiptamannaspjaldinu.

  5. Á flipanum Aðgerðir í flokknum Eiginleikar veljið Leggja til vaxtareikn. línur. Síðan fyrir keyrslubeiðniglugga opnast.

  6. Sett er afmörkun á flýtiflipanum Viðskm.færsla eigi aðeins að búa til vaxtareikninga fyrir tilteknar færslur.

  7. Veldu hnappinn Í lagi til að hefja keyrsluna.

Ábending

Sjá einnig