Opnið gluggann Stofna vaxtareikninga.
Stofnar vaxtareikninga fyrir viðskiptamenn með gjaldfallna reikninga. (Þetta á bæði við um opnar færslur þar sem greiðsla er gjaldfallin og lokaðar færslur þar sem greiðsla var of sein.)
Vaxtarreikningar eru stofnaðir með því að opna gluggann Stofna vaxtareikninga. Það verður að tilgreina dagsetningu fylgiskjals sem á að nota í skýrslunni.
Keyrslan notar upplýsingar af spjaldi viðskiptamanns til að ákvarða viðeigandi skilmála fyrir vaxtareikning. Keyrslan notar vaxtaskilmálakóta sem viðskiptamanni er úthlutað til að ákveða eftirfarandi fyrir vaxtareikninginn:
-
gjalddaga vaxtareiknings
-
vexti
-
hvort taka eigi með viðbótargjöld
-
hvort nota eigi fyrirfram tilgreinda texta
-
hvernig reikna eigi vexti
-
hvort bóka eigi vexti og viðbótargjöld
Keyrslan reiknar vexti eftir þeirri aðferð vaxtaútreiknings (Meðaldagsstaða eða Gjaldfallið), vöxtum, vaxtatímabili, lágmarksupphæð og öðrum skilyrðum sem skilgreind eru í töflunni Vaxtaskilmálar.
Hægt er að tilgreina í reitnum Vaxtaútreikningur í töflunni Vaxtaskilmálar hvort kerfið ætti að telja með opnar færslur, lokaðar færslur eða allar færslur við útreikning á vöxtum.
Keyrslan athugar viðskiptamannafærslur til að ákvarða hvort einhverjar færslur séu fallnar í gjalddaga (eða hvort lokaðar færslur voru fallnar í gjalddaga þegar viðskiptamaður greiddi þær). Kerfið gerir þetta með því að bæta biðtíma (eins og tilgreint er í viðeigandi vaxtareikningskóta) við gjalddaga í viðskiptamannafærslum til að ákvarða hvort viðskiptamannafærslur séu fallnar í gjalddaga. Síðan setur keyrslan gjaldfallnar viðskiptamannafærslur í vaxtareikningslínur og reiknar vexti á hverja línu. Hægt er að skoða þá vexti sem keyrslan hefur reiknað á hverja færslu í reitnum Upphæð á vaxtareikningnum.
Mikilvægt |
---|
Keyrslan setur aðeins inn viðskiptamannafærslur sem eru í sama gjaldmiðli og gjaldmiðilskótinn í haus vaxtareikningsins stendur fyrir. Keyrslan stofnar einn vaxtareikning á gjaldmiðil þar sem er að finna færslur með reiknuðum vöxtum. |
Þegar keyrslan er notuð ákvarða upplýsingarnar í reitnum Biðtími í töflunni Vaxtaskilmálar hvenær fyrsti og síðari vaxtareikningar eru lagðir til.
Hægt er að ráða hvað er tekið með í keyrslunni með því að setja afmarkanir. Hægt er að tilgreina hvernig keyrslan er framkvæmd með því að færa í reitina á flýtiflipanum Valkostir. Reitirnir eru fylltir út sem hér segir:
Valkostir
Bókunardags.: Sú dagsetning sem birtist sem bókunardagsetning í hausi vaxtareiknings sem keyrslan stofnar er færð inn.
Dags. fylgiskjals: Dags. fylgiskjals fyrir vaxtareikninginn er færð inn. Þessi dagsetning er einnig notuð til að ákvarða gjalddaga fyrir vaxtareikninginn. Keyrslan notar dagsetningu fylgiskjals til að ákvarða hvaða viðskiptamannafærslur á að færa í vaxtareikningslínurnar. Ef aðferðin Meðaldagsstaða er notuð við útreikning á vöxtum notar kerfið þessa dagsetningu til að reikna út vexti á hverja gjaldfallna færslu viðskiptamanns.
Smellt er á hnappinn Í lagi til að hefja keyrsluna. Ef ekki á að hefja keyrsluna núna er smellt á Hætta við til að loka glugganum.
Til athugunar |
---|
Kerfið reiknar ævinlega vexti í hverri vaxtareikningslínu. Ef neikvæð upphæð er í línunni eru neikvæðir vextir reiknaðir. Ekki verður hægt að senda vaxtarreikning sem er með línu með neikvæðum vöxtum. Nauðsynlegt er að athuga færslu viðskiptamanns sem veldur því að neikvæðir vextir eru reiknaðir. Í mörgum tilfellum er ástæðan sú að færslan hefur ekki verið jöfnuð rétt á móti annarri færslu. |
Til athugunar |
---|
Ef upp koma vandamál sem gera kerfinu ókleift að stofna einn eða fleiri vaxtareikninga berast villuboð þegar keyrslunni er lokið. Ef smellt er á Já birtist gluggi með lista yfir viðskiptamenn sem ekki tókst að stofna vaxtareikninga fyrir. Til að komast að því hvað vandamálið er skal búa til vaxtareikning handvirkt fyrir viðskiptavininn, með keyrslunni Leggja til vaxtareikningslínur. Þá berast skilaboð sem skýra hvar villan kom upp. |
Ábending |
---|
Frekari upplýsingar um hvernig á að vinna með keyrslur eru í Hvernig á að keyra runuvinnslur og Hvernig á að stilla afmarkanir. Nánari upplýsingar um hvernig finna má tilteknar síður eru í Leit. |