Skilgreinir skilmála fyrir vaxtaútreikninga. Stofna verður kóta fyrir hvern vaxtaútreikning. Síðan er hægt að færa þennan kóða inn í reitinn Kóði skilmála innheimtubréfa á viðskiptavinaspjöldum. Á eftir, þegar vextir eru reiknaðir á opnar færslur, notar kerfið þær upplýsingar um vexti sem kótinn táknar. Einnig má skrá vaxtaskilmála á lánardrottnaspjöld.
Vaxtaskilmálarnir sem skilgreindir eru í þessari töflu eru í SGM. Fyrir hvern kóta vaxtaskilmála er hægt að skilgreina viðbótargjald í erlendum gjaldmiðli fyrir hvern gjaldmiðil sem notaður er í viðskiptum fyrirtækisins. Smellt er á Tengdar upplýsingar í glugganum Vaxtaskilmálar, bent á Skilmálar, síðan smellt á Gjaldmiðlar og upplýsingar skráðar í töfluna Gjaldmiðill vaxtaskilmála.
Að auki er sérhver kóti í töflunni Vaxtaskilmálar tengdur undirtöflunni Vaxtatexti. Fyrir hvern vaxtagjalddaga er hægt að skilgreina byrjunar- og/eða lokatexta sem verður prentaður á vaxtareikninginn.
Hægt er að reikna vexti með því að nota annaðhvort regluna um meðaltal daglegs jafnaðar eða regluna um gjaldfallna stöðu.
Sé reglan fyrir gjaldfallna stöðu notuð verða vextirnir einfaldlega prósentuhluti af þeirri upphæð sem fallin er í gjalddaga:
Regla um gjaldfallna stöðu:
Vextir = upphæð fallin í gjalddaga* (Vextir / 100)
Reglan um daglega meðaltalsstöðu tekur með í reikninginn hve marga daga greiðslan er komin fram yfir gjalddaga:
Regla um daglega meðaltalsstöðu:
Vextir = upphæð fallin í gjalddaga* (Gjaldfallnir dagar / Vaxtatímabil)*(Vextir / 100)
Vextir eru ekki reiknaðir fyrr en keyrslan Stofna vaxtareikninga eða Leggja til vaxtareikn.línur er keyrð; einnig er hægt að nota jafngildar keyrslur fyrir innheimtubréf. Kerfið stofnar síðan línur á einum eða fleiri vaxtareikningum eða innheimtubréfum; þessum línum er hægt að breyta ef þörf krefur. Þá verður hægt að prenta skýrsluna Innheimtubréf og senda út vaxtareikninga eða innheimtubréf.