Opnið gluggann Leggja til vaxtareikn.línur.
Athugar opnar viðskiptamannafærslur til að ákvarða hvort einhverjar greiðslur séu fallnar í gjalddaga, á grundvelli þeirra upplýsinga sem eru í vaxtareikningshausnum. Þetta getur bæði átt við um gjaldfallnar opnar færslur og lokaðar færslur þar sem greiðsla var of sein fyrir.
Tilgreina verður dagsetningu fylgiskjals á þeim vaxtareikningshaus sem á að nota í keyrslunni og færa inn vaxtaskilmálakóta á vaxtareikningshausinn.
Keyrslan notar upplýsingar af spjaldi viðskiptamanns til að ákvarða viðeigandi skilmála fyrir vaxtareikning. Keyrslan notar vaxtaskilmálakóta sem viðskiptamanni er úthlutað til að ákveða eftirfarandi fyrir vaxtareikninginn:
-
gjalddaga vaxtareiknings
-
vexti
-
hvort taka eigi með viðbótargjöld
-
hvort nota eigi fyrirfram tilgreinda texta
-
hvernig reikna eigi vexti
-
hvort bóka eigi vexti og viðbótargjöld
Keyrslan reiknar vexti eftir þeirri aðferð vaxtaútreiknings (Meðaldagsstaða eða Gjaldfallið), vöxtum, vaxtatímabili, lágmarksupphæð og öðrum skilyrðum sem skilgreind eru í töflunni Vaxtaskilmálar.
Hægt er að tilgreina í reitnum Vaxtaútreikningur í töflunni Vaxtaskilmálar hvort kerfið ætti að telja með opnar færslur, lokaðar færslur eða allar færslur við útreikning á vöxtum.
Keyrslan athugar viðskiptamannafærslur til að ákvarða hvort einhverjar færslur séu fallnar í gjalddaga (eða hvort lokaðar færslur voru fallnar í gjalddaga þegar viðskiptamaður greiddi þær). Kerfið gerir þetta með því að bæta biðtíma (eins og tilgreint er í viðeigandi vaxtareikningskóta) við gjalddaga í viðskiptamannafærslum til að ákvarða hvort viðskiptamannafærslur séu fallnar í gjalddaga. Síðan setur keyrslan gjaldfallnar viðskiptamannafærslur í vaxtareikningslínur og reiknar vexti á hverja línu. Hægt er að skoða þá vexti sem keyrslan hefur reiknað á hverja færslu í reitnum Upphæð á vaxtareikningnum.
Mikilvægt |
---|
Keyrslan eyðir fyrst öllum línum sem til eru á vaxtareikningi áður en settar eru inn nýjar línur sem stofnaðar eru með notkun keyrslunnar. Keyrslan setur aðeins inn viðskiptamannafærslur sem eru í sama gjaldmiðli og gjaldmiðilskótinn í haus vaxtareikningsins stendur fyrir. Ef reikningsfært er á viðskiptamanninn í fleiri en einum gjaldmiðli verður að stofna vaxtareikning fyrir hvern gjaldmiðil. |
Þegar keyrslan er notuð ákvarða upplýsingarnar í reitnum Biðtími í töflunni Vaxtaskilmálar hvenær fyrsti og síðari vaxtareikningar eru lagðir til.
Hægt er að ráða hvað er tekið með í keyrslunni með því að setja afmarkanir.
Ábending |
---|
Frekari upplýsingar um hvernig á að vinna með keyrslur eru í Hvernig á að keyra runuvinnslur og Hvernig á að stilla afmarkanir. Nánari upplýsingar um hvernig finna má tilteknar síður eru í Leit. |