Til að setja upp þjónustustaðla og svör fyrir fyrirtækið er hægt að skilgreina hvernig á að fanga og skrá bilanaupplýsingar og hvaða aðgerðir skal framkvæma sem svar við þjónustuvörum. Setja upp sýnigagnagrunninn CRONUS Ísland hf. fyrir kynningu fyrir Microsoft Dynamics NAV býður upp á fjóra valkosti, en úr þeim má velja einn í flýtiflipanum Almennt í Þjónustukerfisgrunnur glugganum. Það val verður svo sjálfgefin útfærsla fyrir þjónustuforritið.

Eftirfarandi tafla lýsir hinum ýmsu stigum bilanatilkynninga.

Bilun Lýsing

Ekkert

Engir tilkynningakótar eru notaðir.

Bilun

Kótar eru gefnir upp á töflunni Bilunarkótar. Þessir kótar auðkenna bilanir í þjónustuvörum eða aðgerðir sem framkvæma á fyrir þjónustuvörur. Hægt er að klasa tengda kóta saman í flokka af gerðinni Bilunarsvæðiskóti.

Bilun + Einkenni

Samsetning kóta er gefin upp í töflunum Bilunarkótar og Einkennakótar. Dæmigerðir einkennakótar eru vísar sem viðskiptamaður gæti notað til að lýsa vandamáli, eins og hávaða eða gæðum.

Bilun + Einkenni + Svæði (IRIS)

Kótarnir Bilun, Einkenni og Bilanasvæði eru notaðir til að innleiða alþjóðlega viðgerðarkótunarkerfið (IRIS).

Til að ljúka uppsetningu bilanatilkynninga er einnig hægt að tilgreina hvaða viðgerðir eða úrlausnir tengjast bilun eða galla. Frekari upplýsingar eru í Tengsl bilunar/úrlausnarkóta.

Eftirfarandi tafla lýsir röð verkefna með tenglum í efnisatriði þar sem þeim er lýst. Verkin eru talin upp í sömu röð og þau eru yfirleitt framkvæmd.

Til aðSjá

Setja upp algenga bilunarkóta og svæði. Þau skal nota til að lýsa dæmigerðum bilunum.

Hvernig á að setja upp bilanakóta

Setja upp lista dæmigerðra einkenna sem viðskiptamaður gæti notað til að lýsa ákveðnum bilunum.

Hvernig á að setja upp einkennakóta

Stofna lista dæmigerðra viðgerðaraðgerða eða úrlausna þjónustuvandamála.

Hvernig á að setja upp úrlausnarkóta

Sjá einnig