Opnið gluggann Tengsl bilunar/úrlausnarkóta.

Inniheldur sambönd milli bilunarkóta, þar á meðal bilana-, bilanasvæða- og einkennakóta, sem og úrlausnarkóta og þjónustuvöruflokka. Í honum sjást allar tiltækar samsetningar kótanna fyrir þjónustuvöruflokk þeirrar þjónustuvöru sem glugginn var opnaður í og fjöldi tilvika hvers og eins.

Hægt er að búa til nýjar samsetningar kótanna í þessum glugga. Einnig er hægt að velja samsetningu sem úthluta á þjónustuvörunni sem glugginn var opnaður í. Hægt er að búa til nýjar samsetningar með þessum gildum:

Reitur Lýsing

Þjónustuvöruflokkur

Í þessum reit er kóti þjónustuvöruflokksins sem setja á upp nýja samsetningu fyrir. Dæmi: CD ROM.

Bilunarsvæðiskóti

Í þessum reit kemur kóti bilunarsvæðisins. Dæmi: Samskipti.

Einkennakóti

Í þessum reit er kóti einkennisins. Dæmi: Gæði

Bilunarkóti

Í þessum reit kemur kóti bilunarinnar. Dæmi: Sending.

Til að fá hjálp við tiltekinn reit er hann valinn og stutt á F1.

Ábending

Sjá einnig