Fyrir hvern einstakan viðskiptamann skal vista allar upplýsingar, reglur og gildi í færslu viðskiptareiknings og skoða þau á viðskiptamannaspjaldinu.
Til að byrja með skal stofna nýtt spjald og fylla út grunnupplýsingar eins og nafn fyrirtækis viðskiptamannsins, tengiliði og heimilisföng. Að því loknu eru búnar til viðbótarupplýsingar um viðskiptamanninn með því að tengja ólíka kóta og gildi við spjaldið eins og sjálfgefnar víddir, gjaldmiðlakóta og númer bankareikninga.
Þegar öll aðalgögn sem krafist er hafa verið búin til má grunnstilla viðbótarupplýsingar um viðskiptavin eins og viðbótar flutt-til heimilisföng og sérstök spjöld fyrir staðgreiðsluviðskiptamenn.
Eftirfarandi tafla lýsir röð verkefna með tenglum í efnisatriði þar sem þeim er lýst. Verkin eru talin upp í sömu röð og þau eru yfirleitt framkvæmd.
Til að | Sjá |
---|---|
Stofna aðalgagnaskrá sem inniheldur allar reglur og gildi sem snúa að því hvernig stunda skuli viðskipti við viðskiptamanninn. | |
Búa þarf til viðskiptamannaspjald fyrir hvern viðskiptamann sem selt er til með hliðsjón af einfölduðum aðgerðum í Microsoft Dynamics NAV. | |
Stofna spjald fyrir ónafngreindan staðgreiðslu viðskiptamann sem nota skal þegar framkvæmd er sala gegn staðgreiðslu þegar ekkert er skráð á viðskiptareikning. | |
Stofna nýtt viðskiptamannaspjald með gagnasniðmáti fyrirtækis. | |
Tilgreint er fyrir tiltekin viðskiptamann eða alla viðskiptamenn hvernig söluskjöl eru send sjálfkrafa þegar Bóka og senda er valið, t.d. að senda alltaf rafrænt á PEPPOL-sniði. | |
Úthluta einni eða fleiri sjálfgefnum víddum á viðskiptaspjaldið sem verður innifalið á tengdum línum skjala og mun á endanum nýtast sem gögn við greiningu á viðskiptasögu. | |
Skrá bankaupplýsingar viðskiptamannsins fyrir millifærslu endurgreiðslu eða bætur í tengslum við söluskil. | |
Skrá viðbótarheimilisföng sem viðskiptamaður gæti viljað láta senda vörur. | |
Úthluta bókunarflokkskótum á viðskiptamannaspjald til að tryggja að færslur séu bókaðar á rétta reikninga í fjárhagnum. | |
Nota staðlaða sölukóta á viðskiptamenn til að gera mögulega hraða stofnun á viðbótarlínum í söluskjölum sem byggja á stöðluðum sölukótum. | |
Skilgreina hvaða gjaldmiðil skuli nota þegar skipt er við viðskiptamanninn. | |
Skilgreina kóta fyrir land/svæði fyrir viðskiptamenn til að nota í sambandi við Intrastat-skýrslugjöf. | |
Skilgreina tungumálakóta fyrir viðskiptamenn sem stýra hvaða tungumál skuli nota í viðskiptaskjölum fyrir viðskipamanninn. | |
Notaðu EB vefþjónustu til að staðfesta að VSK-númerin sem þú slærð fyrir viðskiptamann, lánardrottinn eða tengiliðaspjald séu gild. | |
Tilgreinir sjálfgefinn flutningstíma fyrir hvern viðskiptamann sem nota á í útreikningi lofaðrar pöntunar á sölulínum. |