Ekki er hægt að gera reikning án viðskiptamannsnúmers. Þetta á við þó svo að selt sé gegn staðgreiðslu og ekki sé þörf á að skrá upplýsingar í viðskiptamannareikning.

Uppsetning staðgreiðsluviðskiptamanna

  1. Í reitnum Leit skal færa inn Viðskiptamaður og velja síðan viðkomandi tengil.

  2. Stofna nýtt spjald Viðskiptamaður. Á flipanum Heim í flokknum Nýtt skal velja Nýtt.

  3. Í reitinn Nr. er t.d. ritað Reiðufé.

  4. Í reitinn Heiti er til dæmis ritað Staðgreitt við sölu.

  5. Á flýtiflipanum Reikningsfærsla þarf að fylla út reitina Bókunarflokkur viðskiptam. og Alm. viðsk.bókunarflokkur.

Nú hefur verið stofnaður viðskiptamaður með nægar upplýsingar til reikningsfærslu.

Til athugunar
Hugsanlega hefur verið valinn bókunarflokkur sem er einnig notaður við kreditsölu innanlands. Eigi að geyma gögn um sölu gegn staðgreiðslu sérstaklega, til dæmis með sérstökum sölu- eða safnreikningi, er hægt að setja upp sérstakan bókunarflokk í því skyni.

Rita þarf safnreikningsnúmer fyrir bókunarflokkinn þó svo að staðan á reikningnum verði alltaf 0 eftir bókun reiknings.

Ábending

Sjá einnig