Ekki er hægt að gera reikning án viðskiptamannsnúmers. Þetta á við þó svo að selt sé gegn staðgreiðslu og ekki sé þörf á að skrá upplýsingar í viðskiptamannareikning.
Uppsetning staðgreiðsluviðskiptamanna
Í reitnum Leit skal færa inn Viðskiptamaður og velja síðan viðkomandi tengil.
Stofna nýtt spjald Viðskiptamaður. Á flipanum Heim í flokknum Nýtt skal velja Nýtt.
Í reitinn Nr. er t.d. ritað Reiðufé.
Í reitinn Heiti er til dæmis ritað Staðgreitt við sölu.
Á flýtiflipanum Reikningsfærsla þarf að fylla út reitina Bókunarflokkur viðskiptam. og Alm. viðsk.bókunarflokkur.
Nú hefur verið stofnaður viðskiptamaður með nægar upplýsingar til reikningsfærslu.
Til athugunar |
---|
Hugsanlega hefur verið valinn bókunarflokkur sem er einnig notaður við kreditsölu innanlands. Eigi að geyma gögn um sölu gegn staðgreiðslu sérstaklega, til dæmis með sérstökum sölu- eða safnreikningi, er hægt að setja upp sérstakan bókunarflokk í því skyni. Rita þarf safnreikningsnúmer fyrir bókunarflokkinn þó svo að staðan á reikningnum verði alltaf 0 eftir bókun reiknings. |
Ábending |
---|
Frekari upplýsingar um hvernig á að vinna með reiti og dálka eru í Unnið með Microsoft Dynamics NAV. Nánari upplýsingar um hvernig finna má tilteknar síður eru í Leit. |