Þegar nýtt spjald af gerðinni Viðskiptamaður er sett upp eru reitir sem alltaf verður að fylla út, reitir sem fylltir eru út eftir þörfum og reitir sem ekki er hægt að fylla út.

Uppsetning viðskiptamanna

  1. Í reitinn Leita skal færa inn Viðskiptamenn og velja síðan viðkomandi tengi.

  2. Á flipanum Heim í flokknum Nýtt skal velja Nýtt. Stofna nýtt spjald Viðskiptamaður.

  3. Fært er í reitina á spjaldinu. Eftirfarandi reitir eru nauðsynlegir.

    Reitur Lýsing

    Nr.

    Tilgreinir númer færslunnar í númeraröð í viðskiptamannaspjalda.

    Alm. viðsk.bókunarflokkur

    Tilgreinir hvaða almenna viðskiptabókunarflokki þessi viðskiptamaður tilheyrir.

    Þegar bókuð er færsla þar sem þessi viðskiptamaður kemur við sögu notar kerfið þennan kóta ásamt kóta almenns vörubókunarflokks í glugganum Alm. bókunargrunnur. Almennur bókunargrunnur tilgreinir reikninga (fyrir sölu, afsláttarupphæðir o.s.frv.) sem færslur viðskiptamanns eru bókaðar á.

    VSK viðsk.bókunarflokkur

    Tilgreinir hvaða VSK-viðskiptabókunarflokki viðkomandi viðskiptamaður tilheyrir.

    Þegar viðskipti við hann eru bókuð er þessi kóti notaður ásamt kótanum VSK-vörubókunarflokkur til að finna VSK-prósentuna, tegund VSK-útreiknings og VSK-reikninga í glugganum VSK-bókunargrunnur.

    Bókunarflokkur viðskm.

    Tilgreinir á hvaða fjárhagsreikninga viðskipti við þennan viðskiptamann eru bókuð á.

    Bókunarflokkurinn tilgreinir fjárhagsreikninga fyrir söfnunarreikning viðskiptamanna, þjónustugjöld, greiðsluafslátt, vexti, viðbótargjöld og upphæð sléttaðs reiknings.

    Jöfnunaraðferð

    Tilgreinir hvernig eigi að jafna greiðslur þessa viðskiptamanns.

Til athugunar
Þegar nýr viðskiptamaður eru settur upp og búið er að sameina töflurnar Viðskiptamaður og Tengiliður er spjald af gerðinni Tengiliður sjálfkrafa búið til. Frekari upplýsingar eru í Tengiliðir samstilltir við viðskiptamenn, lánardrottna og bankareikninga.

Ábending

Sjá einnig