Gluggann Þjónustukostnaður má nota til að setja upp kostnaðarkóta með föstu verði vegna tiltekins þjónustukostnaðar, til dæmis ferðakostnaðar á tiltekin þjónustusvæði og svo framvegis.
Uppsetning þjónustukostnaðar
Í reitnum Leit skal færa inn Þjónustukostnaður og velja síðan viðkomandi tengil.
Nýr þjónustukostnaður er stofnaður.
Fyllt er í reitina Kóti og Lýsing .
Í reitinn Tegund kostnaðar er valið um ferðakostnað, uppihald eða annað.
Í reitnum Reikningur nr. veljið reikninginn sem þú vilt bóka kostnaðarupphæðina í.
Ef kostnaðartegundin er Ferðir skal fara í reitinn Kóti þjónustusvæðis og velja viðeigandi þjónustusvæði.
Fylla skal út í hina reitina í glugganum Þjónustukostnaður.
Skrefin eru endurtekin fyrir hvern þjónustukostnað sem á að stofna.
Ábending |
---|
Frekari upplýsingar um hvernig á að vinna með reiti og dálka eru í Unnið með Microsoft Dynamics NAV. Nánari upplýsingar um hvernig finna má tilteknar síður eru í Leit. |