Vinnustöðvarspjald skipuleggur föst gildi og þarfir viðkomandi framleiðsluforða og stjórnar þannig afköstum framleiðslu þeirrar vinnustöðvar.

Frumskilyrði

Áður en vinnustöð er sett upp þarf að safna öllum gögnum um framleiðsluforðann.

Flipinn Almennt fylltur út

  1. Í reitnum Leit skal færa inn Vinnustöðvar og velja síðan viðkomandi tengil.

  2. Stofna nýtt vinnustöðvakort. Á flipanum Heim í flokknum Nýtt skal velja Nýtt.

  3. Í reitnum Nr. er fært inn vinnustöðvarnúmer.

  4. Í reitnum Lýsing er nefnið vinnustöðina.

  5. Í reitnum Vinnustöðvarhópur skal velja efra-stigs forðaflokkun sem vinnustöðin er flokkuð undir.

  6. Veljið reitinn Lokaður til að koma í veg fyrir að vinnustöðin verði notuð í vinnslu. Þetta þýðir, m.a., að vöru sem er framleidd í vinnustöðinni er ekki hægt að bóka úr framleiðslubók. Frekari upplýsingar eru í Hvernig á að Skrá Notkun og frálag.

Flipinn Bókun fylltur út

  1. Í reitinn Innk.verð er færður inn kostnaður við að framleiða eina mælieiningu í þessari vinnustöð, án annarra kostnaðarliða. Þessi kostnaður er oft kallaður beinn vinnutaxti.

  2. Í reitinn Óbein kostnaðar% er færður inn almennur aðgerðakostnaður við notkun vinnustöðvarinnar sem hlutfall af Innkaupsverði. Þessari hlutfallslegu upphæð er bætt við beinan kostnað í útreikningum á kostnaðarverði.

  3. Í reitinn Hlutf. sameiginl. kostn. er færður inn kostnaður vegna vinnustöðvar sem ekki kemur aðgerðum beint við, s.s. viðhaldskostnað, sem algilda tölu.

  4. Reiturinn Kostn.verð inniheldur reiknað kostnaðarverð einnar mælieiningar, með öllum kostnaðarliðum, í þessari vinnustöð.

    Kostnaðarverð = Innkaupsverð + (Innkaupsverð x Óbein kostnaðar%) + Hlutfall sameiginlegs kostnaðar.

  5. Í reitnum Útreikningur kostn.verðs er tilgreint hvort útreikningurinn hér að ofan sé byggður á tímafjölda: Tími; eða fjölda framleiddra eininga: Einingar.

  6. Gátmerki er sett í reitinn Sérstakt kostn.verð ef tilgreina á kostnaðarverð vinnustöðvar á leiðarlínunni sem vinnustöðin er notuð á. Slíkt kann að eiga við aðgerðir með verulegan mismun í kostnaði afkastagetu miðað við það sem er venjulega unnið í vinnustöðinni.

  7. Í reitnum Birgðaskráningaraðferð er valið hvort reikna á og bóka frálagsbókun á þessari vinnustöð handvirkt eða sjálfvirkt með annarri hvorri eftirfarandi aðferð.

    Valkostur Lýsing

    Framvirk

    Reikna og bóka notkun frálags sjálfkrafa þegar framleiðslupöntun er gefin út.

    Afturvirk

    Reikna og bóka notkun sjálfkrafa þegar útgefinni framleiðslupöntun er lokið.

Til athugunar
Ef nauðsyn krefur er hægt að hundsa birgðaskráningaraðferðina sem er valin hér og á spjaldinu Vara í einstökum aðgerðum með því að breyta stillingunum á leiðarlínum.

Reitirnir Deildarkóti og Verkefniskóti tengjast notkun á víddum.

Flipinn Tímasetning fylltur út

  1. Í reitinn Mælieiningarkóti er færð inn tímaeiningin sem kostnaðarútreikningar og skipulagning afkastagetu vinnustöðvarinnar eru gerð í.

  2. Í reitnum Geta er tilgreint hvort vinnustöð er með fleiri en einn einstakling við vinnu og eina vél í vinnslu á sama tíma. Ef uppsetning Microsoft Dynamics NAV inniheldur ekki Vélastöðvaraðgerð verður gildið í þessum reit að vera 1).

  3. Í reitinn Skilvirkni er fært inn hlutfall áætlaðra staðlaðra afkasta sem þessi vinnustöð afkastar í raun. Ef fært er inn 100 þýðir það að raunveruleg afköst vinnustöðvarinnar eru þau sömu og staðlaða afkastagetan.

    Til athugunar
    Reiturinn Sameinað dagatal skiptir einungis máli þegar uppsetningin inniheldur Vélastöðvareindina.

  4. Í reitnum Dagatalskóti verkstæðis veljið dagatal verkstæðis. Frekari upplýsingar eru í Hvernig á að stofna dagatöl vinnustöðvar.

  5. Í reitnum Biðraðartími er tilgreindur fastur tími sem þarf að líða áður en úthlutað verk er hafið á þessari vinnustöð. Hafa ber í huga að Biðraðartíma er bætt við önnur framleiðnilaus tímabil s.s. Biðtíma og Flutningstíma sem kunna að vera skilgreind á leiðarlínum sem nota þessa vinnustöð.

  6. Ef reiturinn Biðraðartími, hér að ofan, er notaður þarf að tilgreina tímaeininguna í reitnum Mælieining biðraðartíma.

Stuttar leiðbeiningar um framleiðslu má finna í skjali sem hægt er að breyta og prenta í Microsoft Office Word. Skjalið heitir Stuttar leiðbeiningar - Manufacturing Foundation.doc, og eru í fylgiskjalamöppu í uppsetningu biðlara.

Ábending

Sjá einnig