Aðgerðin Sækja bókaðar fylgiskjalalínur til að bakfæra er gagnleg þegar afrita þarf eina eða fleiri línur sem birtast í einu eða fleiri bókuðum fylgiskjölum. Þetta er sérstaklega gagnlegt þegar verið er að stofna vöruskilapöntun eða kreditreikning og kostnaðurinn á að vera nákvæm bakfærsla á upphaflegu pöntuninni. Þetta þýðir að kostnaðurinn í kreditreikningnum endurspeglar kostnaðinn sem var í upphaflega fylgiskjalinu og að verðin hafi innifalinn allan afslátt sem hefur verið jafnaður við pöntunina.

Til að nota aðgerðina Sækja bókaðar fylgiskjalalínur til að bakfæra

  1. Í fylgisskjalinu á flipanum Aðgerðir í flokknum Eiginleikar veljið Sækja bókaðar fylgiskjalalínur til að bakfæra. Ef unnið er með söluskjal opnast glugginn Bókaðar fylgiskjalalínur sölu. Ef unnið er með innkaupaskjal opnast glugginn Bókaðar fylgiskjalalínur innkaupa.

  2. Efst í glugganum er sett gátmerki í reitinn Sýna eingöngu bakfæranlegar línur ef eingöngu á að birta línur sem eru með magn sem þegar hefur verið skilað, selt eða notað. Til dæmis ef bókað magn sölureiknings hefur verið skilað kann ekki að vera æskilegt að skila magninu í nýtt fylgiskjal söluvöruskila. Með því að velja reitinn Sýna eingöngu bakfæranlegar línur felurðu bókuðu fylgiskjalslínurnar þar sem búið er að skila, selja eða nota allt magnið.

    Til athugunar
    Þessi reitur virkar eingöngu fyrir bókaðar afhendingar eða móttökur og bókaðar reikningslínur, ekki fyrir bókuð vöruskil eða bókaðar kreditreikningslínur.

  3. Vinstra megin í glugganum er ólík tegund fylgiskjals og númerið í sviga sýnir númer skjalsins af tiltekinni tegund sem er til taks. Í reitnum Afmörkun fylgiskjalsgerðar skal velja tegund bókaðra lína fylgiskjals sem nota skal.

  4. Velja skal línurnar sem á að afrita í nýja fylgiskjalið.

    Til athugunar
    Ef Ctrl+A er notað til að velja allar línur eru allar línur afritaðar innan afmörkunarinnar sem er virk en hundsar afmörkunina Sýna eingöngu bakfært magn. Til dæmis er búið að afmarka línurnar við tiltekið fylgiskjalsnúmer með tveimur línu, og búið er að skila annarri. Jafnvel þótt gátreiturinn Sýna eingöngu bakfært magn sé valinn afritar forritið eingöngu tvær línur þegar ýtt er á Ctrl+A til að afrita báðar línur, í stað þess að afrita eingöngu þá línu sem ekki hefur verið bakfærð.

  5. Veldu hnappinn Í lagi ef afrita á línurnar í nýja skjalið. Ýtt er á F5 til að uppfæra gluggann og sjá niðurstöðurnar í skjalinu.

Eftirfarandi ferli fara fram:

  • Fyrir bókaðar fylgiskjalslínur af tegundinni Vara er ný fylgiskjalslína stofnuð sem er afrit af bókuðu fylgiskjalslínunni með magni sem ekki hefur verið bakfært. Fyllt er inn í Jafna frá birgðafærslu svæðið, fyrir söluskjöl, eða Jafna birgðafærslu svæðið, fyrir innkaupaskjöl, eins og við á, með færslunúmeri birgðahöfuðbókar bókaðrar skjalslínu.
  • Fyrir bókaðar fylgiskjalslínur sem eru ekki af tegundinni Vara t.d. kostnaðarauki er ný fylgiskjalslína stofnuð sem er afrit af upphaflegu bókuðu fylgiskjalslínunni.
  • Reiknar reitinn Kostn.verð (SGM) í nýju línunni úr kostnaði í samsvarandi birgðafærslu.
  • Ef afritaða fylgiskjalið er bókuð afhending, bókuð móttaka, bókuð vöruskilamóttaka eða bókuð vöruskilaafhending er kostnaðarverðið úr birgðaspjaldinu reiknað sjálfkrafa.
  • Ef bókaða fylgiskjalið er bókaður reikningur eða kreditreikningur er kostnaðarverðið, reikningsafsláttur og línuafsláttur afritað úr bókuðu fylgiskjalslínunni.
  • Ef bókaða fylgiskjalslínan inniheldur vörurakningarlínu er reiturinn Jafna frá birgðafærslu í vörurakningarlínunni fylltur með viðeigandi birgðafærslu úr bókuðu vörurakningarlínunum.

Þegar bókaður reikningur eða bókaður kreditreikningur er afritaður afritar kerfið viðeigandi reikningsafslætti og línuafslætti sem gilda við bókun fylgiskjalsins úr bókuðu fylgiskjalslínunni í nýju fylgiskjalslínunni. Hins vegar þarf að hafa í huga að ef valkosturinn Reikna reikn.afsl. er ræstur í annað hvort innkaupagrunni eða sölugrunni, eftir því sem við á, er reikningsafslátturinn nýreiknaður þegar nýja fylgiskjalslínan er bókuð. Þess vegna getur verið að línuupphæðin fyrir nýju línuna sé önnur en línuupphæðin fyrir bókuðu fylgiskjalslínuna, allt eftir nýja útreikningnum á reikningsafslættinum.

Til athugunar
Nákvæm bakfærsla kostnaðar í vörurakningarlínum er ekki í boði í fylgiskjölum innkaupareiknings eða innkaupakreditreiknings.

Ef hluti magns bókuðu fylgiskjalslínunnar hefur þegar verið bakfært eða selt eða notað, er eingöngu stofnuð lína fyrir magnið sem eftir er í birgðum eða sem ekki hefur verið skilað. Ef búið er að bakfæra allt magn í bókaðri fylgiskjalslínu er ný fylgiskjalslína ekki stofnuð.

Ef flæði vara í bókuðu fylgiskjali er það sama og flæði vara í nýja fylgiskjalinu er einfaldlega stofnað afrit af upphaflegu bókuðu fylgiskjalslínunni í nýja fylgiskjalinu. Ekki er fyllt út í reitinn Jafna frá birgðafærslu (fyrir söluskjöl) eða reitinn Jafna birgðafærslu (fyrir innkaupaskjöl) vegna þess að bakfærsla nákvæms kostnaðar er ekki möguleg í þessu tilviki. Ef aðgerðin Sækja bókaðar fylgiskjalalínur til að bakfæra er t.d. notuð til að sækja bókaða sölukreditreikninga fyrir nýjan sölukreditreikning er eingöngu upphaflega bókaða kreditreikningslínan afrituð í nýja kreditreikninginn.

Ábending

Sjá einnig