Hafi innkaupaskilapöntun verið bókuð sem send en vörunni er síðan hafnað þarf að reikningsfæra innkaupaskilapöntunina til að ljúka hreyfingunni. Microsoft Dynamics NAV býr til bókaðan innkaupakreditreikning í ferlinu. Þá er hægt að gefa út innkaupareikning til leiðréttingar á móti bókuðum innkaupakreditreikningi.

Innkaupareikningur til leiðréttingar stofnaður

  1. Í reitinn Leita skal færa inn Innkaupareikningur og velja síðan viðkomandi tengi.

  2. Í glugganum Innkaupareikningur stofnið nýjan innkaupareikning. Frekari upplýsingar eru í Hvernig á að stofna Innkaupareikninga.

  3. Á flipanum Heim í flokknum Vinna skal velja Afrita innkaupaskjal til að afrita línurnar úr ranglega bókuðum innkaupakreditreikningi.

Ábending

Sjá einnig