Eiginleikar starfsmannahalds bjóða upp á að úthluta ýmsum kótum til starfsmanna. Úthlutun kóta býður upp á að afmarka alla starfsmenn á einfaldan hátt til að skoða eða gera grein fyrir sérstökum upplýsingum. Einnig má leita innan allra starfsmanna að sérstökum þáttum. Til dæmis ef fyrirtækið er með verkefni sem ljúka þarf í Frakklandi er hægt að finna út hvaða starfsmenn eru frönskumælandi.
Fyrir hverja flokkun sem tiltæk er má setja upp ótakmarkaðan fjölda kóta. Til dæmis ef nýr starfsmaður er ráðinn og viðkomandi er í verkalýðsfélagi sem ekki hefur enn verið skilgreint, þá má búa til nýjan kóta í töfluna fyrir verkalýðsfélag og úthluta kótanum á viðkomandi starfsmann. Stofnaðir eru nýir kótar fyrir alla flokka í uppsetningarhlutanum í starfsmannahaldinu.
Eftir að kótarnir hafa verið settir upp þá má úthluta þeim til viðeigandi starfsmanna.
Eftirfarandi tafla lýsir röð verkefna með tenglum í efnisatriði þar sem þeim er lýst. Verkin eru talin upp í sömu röð og þau eru yfirleitt framkvæmd.
Til að | Sjá |
---|---|
Úthluta ástæðum fyrir óvirkni starfsmanns. | |
Úthluta ástæðum fyrir starfslokum starfsmanns. | Hvernig á að úthluta Kótum fyrir ástæðum starfsloka til starfsmanna |
Úthluta kótum fyrir verkalýðs- og stéttarfélög sem starfsmenn eru í. | |
Úthluta starfssamningskóta fyrir samninga. | |
Úthluta kótum fyrir hæfi sem starfsfólkið býr yfir, bæði bóklegu námi og starfsnámi. | Hvernig á að úthluta Menntunar- og hæfiskótum til starfsmanna |
Úthluta kótum fyrir aðstandendur (eða nána tengiliði) starfsmanna sem hugsanlega þarf að ná til í neyðartilvikum. | |
Úthluta kótum fyrir ýmsa hluti og starfsmannahlunnindi í umsjá starfsmanns. Til dæmis lyklar, tölvur, greiðslukort o. s. frv | |
Fá yfirlit yfir ýmsa hluti sem eru skráðir á starfsmann. | |
Úthluta kótum fyrir trúnaðarupplýsingar til starfsmanna. Til dæmis laun, forkaupsréttur á hlutabréfum, eftirlaun o. s. frv. | Hvernig á að úthluta Trúnaðarupplýsingakótum úthlutað til starfsmanna |
Fá yfirlit yfir trúnaðarupplýsingar sem eru tengdar starfsmanni. |