Hægt er að setja upp kóta fyrir trúnaðarupplýsingar, svo sem eftirlaun, hlutabréfavilnun, laun og svo framvegis, sem viðkoma starfsmönnunum.
Þegar búið er að setja upp trúnaðarupplýsingakóta er hægt að úthluta hverjum starfsmanni einum kóta eða fleirum.
Trúnaðarupplýsingakótum úthlutað til starfsmanna:
Í reitnum Leit skal færa inn Starfsmenn og velja síðan viðkomandi tengil.
Viðeigandi starfsmannaspjald er opnað.
Á flipanum Færsluleit, í flokknum Starfsmaður, skal velja Trúnaðarupplýsingar.
Í glugganum Trúnaðarupplýsingar er fyllt út í eins margar línur og þörf krefur til að skrá viðeigandi trúnaðarupplýsingar um starfsmanninn.
Ábending |
---|
Frekari upplýsingar um hvernig á að vinna með reiti og dálka eru í Unnið með Microsoft Dynamics NAV. Nánari upplýsingar um hvernig finna má tilteknar síður eru í Leit. |