VSK er viðskiptaskattur sem er borgaður af lokanotanda sem getur verið neytandi eða fyrirtæki. VSK er settur upp til að tilgreina VSK-hlutfall fyrir eftirfarandi aðstæður:
-
Hverjum selt er.
-
Hverjum keypt er af.
-
Það sem er selt.
-
Hvað keypt er.
Þegar VSK er settur upp þarf að framkvæma eftirfarandi almenn skref:
-
Uppsetning VSK-viðskiptabókunarflokka
-
Færið inn samsetningar VSK-bókunargrunns.
-
Uppsetning VSK-vörubókunarflokka
-
Úthluta VSK-bókunarflokka
-
Nota bakfærðan VSK fyrir viðskipti milli ESB-landa/svæða
-
Að skilja VSK-sléttun fyrir fylgiskjöl
Til athugunar |
---|
Forsendur fyrir uppsetningu bæði bókunarflokkanna Viðskipti og Vara, eru eins og fyrir uppsetningu almennra bókunarflokka. Frekari upplýsingar eru í Uppsetning bókunarflokka. |
Uppsetning VSK-viðskiptabókunarflokka
Kótar VSK-viðskiptabókunarflokka eru búnir til fyrir viðskiptamenn og lánardrottna.
Kótar VSK-viðskiptabókunarflokks tilgreina hvernig VSK er reiknaður og bókaður samkvæmt tegund viðskiptamanns eða lánardrottins færslunnar. Til dæmis getur VSK-bókunarflokkurinn getur lýst hvar viðskiptamaðurinn eða lánardrottininn er staðsettur.
Nota skal kóta sem auðvelt er að muna og er auðkennandi fyrir viðskiptaflokkinn, til dæmis ESB, Ekki-ESB eða Innlent. Kótinn þarf að vera einstakur. Ekki er hægt að nota sama kóta oftar en einu sinni í sömu töflu. Hægt er að setja upp ótakmarkaðan fjölda kóta.
Frekari upplýsingar eru í Hvernig á að setja upp VSK-viðskiptabókunarflokka.
Uppsetning VSK-vörubókunarflokka
Kótar VSK-vörubókunarflokks eru búnir til fyrir vörur og forða.
Kótar VSK-vörubókunarflokks ákvarða útreikning og bókun VSK eftir tegund vöru sem er keypt eða tegund vöru eða forða sem er seldur.
Nota skal kóta sem auðvelt er að muna og eru lýsandi fyrir vörubókunarflokkinn, t.d. Án-VSK fyrir atriði án VSK, VSK10 fyrir atriði með 10% VSK, VSK25 fyrir atriði með 25% VSK.
Nánari upplýsingar er að finna í Hvernig á að búa til uppsetningu VSK-samsetningar og Hvernig á að setja upp VSK-vörubókunarflokka.
Innfærsla samsetninga VSK-bókunargrunns
Uppsetning samsetninga VSK-viðskiptabókunarflokka og VSK-vörubókunarflokka er framkvæmd í glugganum VSK-bókunargrunnur.
Fyrir hverja samsetningu er hægt að tilgreina VSK-prósentu, VSK-útreikningstegund og fjárhagsreikningsnúmerin fyrir bókun VSK sem tengist sölu og innkaupum eða bakfærðum VSK. Einnig er hægt að tilgreina hvort VSK er endurreiknaður þegar greiðsluafsláttur er notaður eða fenginn.
Hægt er að færa inn eins margar samsetningar og nauðsynlegt er. Ef flokka á saman samsetningar VSK-bókunargrunns með svipaða eiginleika er hægt að tilgreina Kennimerki VSK gildi fyrir hvern flokk og síðan úthluta kenninu á hvern grunn í flokknum.
Nánari upplýsingar eru í Hvernig á að setja upp samsetningar af VSK-viðskiptabókunarflokkum og VSK-vörubókunarflokkum, Hvernig á að búa til uppsetningu VSK-samsetningar og Teg. VSK-útreiknings.
Úthlutun VSK-bókunarflokka
Þegar uppsetningu VSK-bókunarflokka er lokið þarf að úthluta þeim á fjárhagsreikninga, viðskiptamenn og lánardrottna og vörur og forða.
Í stað þess að úthluta þessum flokkum handvirkt er hægt að setja upp sjálfgefna VSK-viðskiptabókunarflokka í almennum viðskiptabókunarflokkum og sjálfgefna VSK-vörubókunarflokka í almennum vörubókunarflokkum. Viðeigandi kóti er settur inn sjálfkrafa sem VSK-viðskipta- eða vörubókunarflokk þegar viðkomandi viðskipta- eða vörubókunarflokki er úthlutað á viðskiptamann, lánardrottinn, vöru eða fjárhagsreikning.
Nánari upplýsingar eru í eftirfarandi hlutum
- Hvernig á að úthluta VSK-bókunarflokkum til fjárhagsreikninga
- Hvernig á að úthluta VSK-viðskiptabókunarflokka á viðskiptamanna- og lánardrottnareikninga
- Hvernig á að úthluta VSK-vörubókunarflokka á vöru- og forðareikninga
- Hvernig á að setja upp sjálfgefna VSK-viðskiptabókunarflokka
- Hvernig á að setja upp sjálfgefna VSK-vörubókunarflokka
Nota bakfærðan VSK fyrir viðskipti milli ESB-landa/svæða
Fyrirtæki innan ESB verða að nota bakfærðan VSK þegar þau eiga viðskipti við önnur fyrirtæki innan ESB. Reglan gildir fyrir innkaup frá ESB-löndum/ svæðum og sölu til ESB-landa/svæða.
Til athugunar |
---|
Þessi regla á við þegar skipt er við fyrirtæki sem eru skráð VSK-skyld í öðrum ESB-löndum/svæðum. Ef skipt er beint við viðskiptamenn í öðrum ESB-löndum/svæðum ætti að hafa samband við skattayfirvöld til að fá upplýsingar um viðeigandi VSK-reglur. |
Innkaup frá ESB-löndum/svæðum
Við bókun innkaupa frá lánardrottni í öðru ESB-landi/svæði verður að reikna VSK með VSK-hlutfalli í landi/svæði notanda. Í VSK-yfirlitinu er VSK-upphæðinni bætt við VSK fyrir sölu innanlands og VSK fyrir innkaup innanlands. Þannig hefur reiknaður VSK ekki áhrif á gjaldfallinn VSK.
Tilkynna verður virði innkaupa, grunnupphæðin sem var notuð til að reikna VSK innkaupa, frá ESB-löndum/svæðum sérstaklega á VSK-yfirliti.
Til að reikna VSK rétt fyrir innkaup frá ESB-löndum/ svæðum ætti að:
-
Setja upp samsetningar af VSK viðsk.bókunarflokkur og VSK vörubókunarflokkur með Bakfærður VSK í reitnum Teg. VSK-útreiknings. Einnig þarf að færa inn fjárhagsreikninginn sem bakfærði VSK verður bókaður í í reitnum Reikningur bakfærðs VSK.
-
Úthluta VSK-viðskiptabókunarflokkunum í reitnum VSK viðsk.bókunarflokkur á lánardrottinsspjöld ESB-lánardrottna. Einnig ætti að færa inn VSK-skráningarnúmer lánardrottinsins í reitinn VSK-númer á flýtiflipanum Erlent.
Þegar innkaup frá lánardrottni í öðru ESB-landi/svæði eru bókuð er VSK-upphæðin reiknuð, debetfært á VSK-reikning innkaupa og kreditfært á bakfærða VSK-reikninginn. Stofnuð er VSK-færsla sem inniheldur stofnupphæð VSK, sem er innkaupsverð fyrir VSK, og tilgreint er að upphæðin er bakfærð VSK-upphæð.
Sala til ESB-landa/svæða
VSK er ekki reiknaður á sölu til VSK-skyldra fyrirtækja í öðrum ESB-löndum/svæðum. Tilkynna þarf virði sölu til ESB-landa/svæða sérstaklega á VSK-yfirlitinu.
Til að reikna VSK rétt fyrir sölu til ESB-landa/ svæða ætti að:
-
Setja upp línu fyrir sölu með sömu upplýsingum fyrir innkaup. Ef línur eru þegar uppsettar í glugganum VSK-bókunargrunnur fyrir innkaup frá ESB-löndum/-svæðum er einnig hægt að nota línurnar fyrir sölu.
-
Úthluta VSK-viðskiptabókunarflokkunum í reitnum VSK viðsk.bókunarflokkur á flýtiflipanum Reikningar í viðskiptamannaspjöldum ESB-viðskiptamanna. Einnig ætti að færa inn VSK-númer viðskiptamannsins í reitnum VSK-númer á flýtiflipanum Erlent.
Þegar sala til viðskiptamanns í öðru ESB-landi/svæði er bókuð er VSK-upphæðin reiknuð og VSK-færsla með upplýsingum um bakfærðan VSK og VSK-stofn (upphæðina sem notuð er til að reikna VSK-upphæðina) stofnuð. Engar færslur eru bókaðar í VSK-reikningana í fjárhagnum.
Að skilja VSK-sléttun fyrir fylgiskjöl
Upphæðir í fylgiskjölum sem ekki hafa verið bókaðar eru sléttaðar og birtar á þann hátt sem samsvarar lokasléttun upphæða sem búið er að bóka. VSK er reiknaður fyrir heilt skjal, sem þýðir að VSK sem er reiknaður í fylgiskjali er byggður á summu allra lína með sama VSK-kenni í skjalinu.
Sjá einnig
Verkhlutar
Hvernig á að búa til uppsetningu VSK-samsetningarHvernig á að setja upp VSK-viðskiptabókunarflokka
Hvernig á að setja upp VSK-vörubókunarflokka
Hvernig á að setja upp samsetningar af VSK-viðskiptabókunarflokkum og VSK-vörubókunarflokkum
Hvernig á að úthluta VSK-bókunarflokkum til fjárhagsreikninga
Hvernig á að úthluta VSK-viðskiptabókunarflokka á viðskiptamanna- og lánardrottnareikninga
Hvernig á að úthluta VSK-vörubókunarflokka á vöru- og forðareikninga
Hvernig á að setja upp sjálfgefna VSK-viðskiptabókunarflokka
Hvernig á að setja upp sjálfgefna VSK-vörubókunarflokka