Inniheldur kostnað einnar einingar af þessari birgðahaldseiningu.
Kerfið fyllir út í kostnaðarverðsreitinn samkvæmt því sem valið var í reitnum Aðferð kostn.útreiknings fyrir vöruna:
-
Ef Staðlað var valið sem kostnaðaraðferð færir kerfið í reitinn Kostnaðarverð gildið úr reitnum Staðlað kostn.verð .
-
Ef önnur kostnaðaraðferð en Staðlað var valin notar kerfið eftirfarandi útreikning fyrir kostnaðarverðið:
Kostnaðarverð = Tiltækt birgðavirði (væntanlegur kostnaður + reikningsfærður kostnaður) / Tiltækt magn
Ef valið var FIFO, LIFO, Innslegið eða Meðal uppfærir kerfið einnig reitinn þegar keyrslan Leiðr. kostnað - Birgðafærslur er keyrð.
Þegar kostnaðaraðferðin er önnur en Staðlað uppfærir kerfið einnig þennan reit við bókun innkaupareikninga ef annað af eftirfarandi skilyrðum á við:
-
Nettó reikningsfært magn vörunnar breytist úr neikvæðu eða núlli í jákvætt.
-
Kostnaðarverðið á birgðaspjaldinu er núll.
Ef annað af þessu á við uppfærir kerfið reitinn með gildinu í reitnum Síðasta innk.verð fyrir vöruna.
Kostnaðarverð birgðahaldseiningarinnar ræðst einnig af stillingunni á Meðalinnk.verð - Teg. útreikn. í birgðagrunni:
-
Ef Meðalinnk.verð - Teg. útreikn. er Vara verður kostnaðarverð birgðahaldseiningarinnar hið sama og vörunnar.
-
Ef Meðalinnk.verð - Teg. útreikn.er Vara&Birgaðgeymsla&Afbrigði ræðst kostnaðarverð birgðahaldseingarinnar af birgðageymslum og afbrigðum.
![]() |
---|
Frekari upplýsingar um hvernig á að vinna með reiti og dálka eru í Unnið með Microsoft Dynamics NAV. Nánari upplýsingar um hvernig finna má tilteknar síður eru í Leit. |