Inniheldur upplýsingar um aðferðina sem kerfið notar til að reikna út meðalinnkaupsverð.
Til athugunar |
---|
Ef breytt er um aðferð við útreiknings meðalinnkaupsverðs hefur það eingöngu áhrif á færslur í opnu reikningsári. Færslum sem búið er að bóka í opna reikningsárinu er einnig breytt. |
Valkostirnir eru:
-
Vara: Ef þessi kostur er valinn reiknar kerfið út eitt meðalinnkaupsverð fyrir hverja vöru í fyrirtækinu.
-
Vara & Birgðageymsla & Afbrigði: Ef þessi kostur er valinn reiknar kerfið út meðalinnkaupsverð á vöru fyrir hverja birgðageymslu og fyrir hvert afbirgði vörunnar í fyrirtækinu. Þetta þýðir að meðalinnkaupsverð þessarar vöru veltur á því hvar hún er geymd og hvaða afbrigði vörunnar (til dæmis litur) var valið.
Viðvörun |
---|
Aðferðina verður að velja mjög vandlega meðan á uppsetningu stendur því að ef efni þessa reits er breytt verður að leiðrétta allar færslur í opnu reikningsári sem tengjast vörum þar sem aðferð kostnaðarútreiknings er Meðal. Þetta getur tekið nokkrar klukkustundir ef gagnagrunnurinn er stór. |
Ábending |
---|
Frekari upplýsingar um hvernig á að vinna með reiti og dálka eru í Unnið með Microsoft Dynamics NAV. Nánari upplýsingar um hvernig finna má tilteknar síður eru í Leit. |