Hægt er að nota birgðaeiningar til að skrá upplýsingar um vörur fyrir tiltekna birgðageymslu eða tiltekinn afbrigðiskóta.
Birgðahaldseiningar eru viðbót við birgðaspjöldin. Þær koma ekki í staðinn fyrir þau þótt tengsl séu á milli þeirra. Með notkun birgðaeininga er hægt að aðgreina upplýsingar um vöru fyrir tilteknar birgðageymslur (svo sem vöruhús eða dreifingarmiðstöð) eða tiltekin afbrigði (svo sem mismunandi hillunúmer og mismunandi áfyllingarupplýsingar) fyrir sömu vöruna.
Uppsetning birgðaeininga
Í reitnum Leit skal færa inn Birgðahaldseining og velja síðan viðkomandi tengil.
Stofna nýtt spjald Birgðahaldseining. Á flipanum Heim í flokknum Nýtt skal velja Nýtt.
Fært er í reitina á spjaldinu. Eftirfarandi reita er krafist: Vörunr., Kóti birgðageymslu, og/ eða Afbrigðiskóti.
Til að fá hjálp við einhvern annan reit er hann valinn og stutt á F1.
Þegar búið að setja upp fyrstu birgðaeininguna fyrir vöru er Birgðahaldseiningin er til reiturinn á birgðaspjaldinu valið.
Til athugunar |
---|
Upplýsingarnar á spjaldinu Birgðaeining er til hafa forgang á spjaldið Vara. Ef búa á til nokkrar birgðaeiningar fyrir vöru er keyrslan Stofna birgðahaldseiningu notuð. |
Ábending |
---|
Frekari upplýsingar um hvernig á að vinna með reiti og dálka eru í Unnið með Microsoft Dynamics NAV. Nánari upplýsingar um hvernig finna má tilteknar síður eru í Leit. |