Tilgreinir hvernig nota eigi sjálfgefnar víddir og gildi þeirra. Til að velja úr tiltækum valkostum skal velja reitinn:

<Auður>

Þessi kostur er valinn ef engar gildisbókunarforsendur eru tilgreindar fyrir sjálfgefnu víddina þegar þessi reikningur eða reikningstegund er notuð. Hægt er að bóka sjálfgefnu víddina með hvaða víddargildi sem er eða engu.

Kóti tilskilinn

Þessi kostur er valinn ef sjálfgefna víddin fyrir þennan reikning eða reikningstegund verður að hafa víddargildi við bókun en öll víddargildi eru leyfileg.

Sami kóti

Þessi kostur er valinn ef sjálfgefna víddin fyrir þennan reikning eða reikningstegund verður alltaf að hafa sama víddargildiskótann og þann sem valinn er í reitnum Víddargildiskóti.

Enginn kóti

Þessi kostur er valinn ef ekki á að nota víddargildiskóta með þessum reikning eða reikningstegund.

Hafi gildisbókunarregla verið tilgreind fyrir sjálfgefna vídd reikningstegundar verður hugsanlega misræmi milli gildisbókunarreglnanna sem tilgreindar hafa verið fyrir einstaka reikninga og gildisbókunarreglnanna fyrir reikningstegundina. Hafi til dæmis verið settur upp viðskiptamannareikningur með engan virðisbókunarkóta og síðan tilgreint að allir viðskiptamannareikningar eigi að hafa tiltekinn sjálfgefinn víddarvirðiskóta kemur upp misræmi. Í þessu dæmi er ekki heimilt að banna notkun víddarvirðiskóta og heimila um leið notkun sjálfgefins víddarvirðiskóta.

Ábending

Sjá einnig