Tilgreinir hvernig kerfið leysi úr misræmi milli sjálfgefinna víddargilda sem kerfið leggur til frá mismunandi uppruna fyrir sömu vídd.
Í færslubókarlínu er til dæmis hægt að færa bæði inn bókunarreikning og mótreikning. Hafi sjálfgefnar víddir verið settar upp fyrir báða reikningana leggur kerfið til sjálfgefin víddargildi fyrir þá báða. Því er mögulegt að kerfið leggi til mismunandi sjálfgefin víddargildi fyrir sömu víddina sem leiðir til misræmis. Þetta misræmi getur einnig orðið milli reikninga og reikningstegunda í fylgiskjölum og færslubókum og á milli hausa og lína í fylgiskjölum.
Með því að forgangsraða reikningstegundum er hægt að hafa áhrif á það hvernig kerfið úr misræmi milli víddargilda. Ef fjárhagsreikningar hafa til dæmis hærri forgang en viðskiptamannareikningar leysir kerfið misræmi milli gildanna sem lögð eru til fyrir viðskiptamannareikning og gildanna sem lögð eru til fyrir fjárhagsreikning, fjárhagsreikningnum í hag.
Í færslubókarlínu: ef misræmi er í víddargildum fyrir sjálfgefnar víddir tveggja reikninga sem hafa jafnan forgang og eru af sömu reikningstegund leysir kerfið úr misræminu í hag síðast ritaða reikningsins.
Í sölu- eða innkaupaskjali: hausvíddir eru framar línuvíddum.