Inniheldur ótakmarkaðan fjölda af víddargildum fyrir hverja uppsetta vídd. Víddargildi eru undireiningar innan víddar . Víddargildum með svipaða eiginleika er oft safnað saman í einni vídd. Til dæmis er hægt að setja upp víddina Deild með víddargildunum Stjórnun og Framleiðsla sem hvoru tveggja eru deildir.

Með því að tengja víddargildi við færslu, viðskiptamann, eign o.s.frv. er sú eining merkt ákveðnum eiginleikum. Til dæmis er hægt að skrá hvaða söluskrifstofa hafi selt tilteknum viðskiptamanni vörur. Með víddum og víddargildum getur notandinn fengið rétta mynd af starfsemi fyrirtækisins og greint tengsl milli vídda og víddargilda.

Einnig er hægt að búa til stigveldistengsl milli víddargilda þannig að kerfið líti á ákveðin víddargildi sem undirflokk annars víddargildis.

Sjá einnig