Tilgreinir hvernig samþykktartakmarkanir þeirra sem samþykkja hafa áhrif á færslur samþykktarbeiðna sem eru stofnaðar fyrir þau. Hæfur samþykkjandi er samþykkjandi sem hefur samþykktarmörk sem eru hærri en gildið á samþykktarbeiðni.

Valkostir

Valkostur Lýsing

Keðja samþykkjenda

Tilgreinir að færslur samþykktarbeiðni eru stofnaðar fyrir alla samþykkjendur frá og með fyrsta samþykkjanda sem uppfyllir skilyrði.

Beinn samþykkjandi

Tilgreinir að samþykktarbeiðnisfærsla er aðeins stofnuð fyrir næsta samþykkjanda, sama hver samþykktarmörk hans eru.

Fyrsti hæfi samþykkjandi

Tilgreinir að samþykktarbeiðnisfærsla er aðeins stofnuð fyrir fyrsta samþykkjanda sem uppfyllir skilyrði.

Dæmi

Umsækjandi 1 óskar eftir samþykki á innkaupareikningi að upphæð 900.

Í gildi er eftirfarandi notandauppsetning samþykktar.

Notandi Samþykkjandi Samþykktarmörk

Umsækjandi 1

Samþykkjandi 1

100%

Samþykkjandi 1

Samþykkjandi 2

500

Samþykkjandi 2

Samþykkjandi 3

1000

Takið eftir því að Samþykkjandi 2 er eini hæfi samþykkjandinn.

Færslur fyrir samþykktarbeiðni eru stofnaðar með eftirfarandi hætti, eftir því hvað hefur verið valið í reitnum Afmörkunargerð samþykkjanda:

  • Keðja samþykkjenda: Færslur fyrir samþykktarbeiðni eru stofnaðar fyrir Umsækjanda 1, Samþykkjanda 1 og Samþykkjanda 2, jafnvel þótt aðeins Samþykkjandi 2 geti samþykkt beiðnina.
  • Beinn samþykkjandi: Samþykktarbeiðni er stofnuðu fyrir Samþykkjanda 1.
  • Fyrsti hæfi samþykkjandi: Samþykktarbeiðni er stofnuð fyrir Samþykkjanda 2.
Ábending

Sjá einnig