Tilgreinir hvernig samþykktartakmarkanir þeirra sem samþykkja hafa áhrif á færslur samþykktarbeiðna sem eru stofnaðar fyrir þau. Hæfur samþykkjandi er samþykkjandi sem hefur samþykktarmörk sem eru hærri en gildið á samþykktarbeiðni.
Valkostir
Valkostur | Lýsing |
---|---|
Keðja samþykkjenda | Tilgreinir að færslur samþykktarbeiðni eru stofnaðar fyrir alla samþykkjendur frá og með fyrsta samþykkjanda sem uppfyllir skilyrði. |
Beinn samþykkjandi | Tilgreinir að samþykktarbeiðnisfærsla er aðeins stofnuð fyrir næsta samþykkjanda, sama hver samþykktarmörk hans eru. |
Fyrsti hæfi samþykkjandi | Tilgreinir að samþykktarbeiðnisfærsla er aðeins stofnuð fyrir fyrsta samþykkjanda sem uppfyllir skilyrði. |
Dæmi
Umsækjandi 1 óskar eftir samþykki á innkaupareikningi að upphæð 900.
Í gildi er eftirfarandi notandauppsetning samþykktar.
Notandi | Samþykkjandi | Samþykktarmörk |
---|---|---|
Umsækjandi 1 | Samþykkjandi 1 | 100% |
Samþykkjandi 1 | Samþykkjandi 2 | 500 |
Samþykkjandi 2 | Samþykkjandi 3 | 1000 |
Takið eftir því að Samþykkjandi 2 er eini hæfi samþykkjandinn.
Færslur fyrir samþykktarbeiðni eru stofnaðar með eftirfarandi hætti, eftir því hvað hefur verið valið í reitnum Afmörkunargerð samþykkjanda:
- Keðja samþykkjenda: Færslur fyrir samþykktarbeiðni eru stofnaðar fyrir Umsækjanda 1, Samþykkjanda 1 og Samþykkjanda 2, jafnvel þótt aðeins Samþykkjandi 2 geti samþykkt beiðnina.
- Beinn samþykkjandi: Samþykktarbeiðni er stofnuðu fyrir Samþykkjanda 1.
- Fyrsti hæfi samþykkjandi: Samþykktarbeiðni er stofnuð fyrir Samþykkjanda 2.
Ábending |
---|
Frekari upplýsingar um hvernig á að vinna með reiti og dálka eru í Unnið með Microsoft Dynamics NAV. Nánari upplýsingar um hvernig finna má tilteknar síður eru í Leit. |