Tilgreinir hólfið sem samsetningarvaran bókast á sem frálag og sem hún er tekin úr til að geyma eða afhenda ef hún er sett í samsetta sölupöntun.

Viðbótarupplýsingar

Hægt er að setja birgðageymsluna upp með staðlaða hólfauppbyggingu til að stjórna flæði samsetningaríhluta úr samsetningarsvæðinu yfir í vöruhúsið. Nánari upplýsingar fást í reitnum Hólfkóti samsetningar á útleið á birgðageymsluspjaldinu.

Ef samsetningarpöntun tengist sölupöntun er gildið í reitnum Hólfkóti tilgreint með hólfakótanum í sölupöntunarlínunni, sem skilgreina má með uppsetningu reitsins Hólfk. send. samsetn. í pöntun á birgðageymsluspjaldinu. Nánari upplýsingar fást í reitnum Hólfkóti í sölupöntunarlínum.

Hólfkóti svæðið í haus samsetningarpöntunar í flýtiflipanum Bókun segir til um það hvert kláruð samsetningarvara skal sótt og hvert frálagið er bókað.

Hólfkóti svæðið í línum samsetningarpöntunar tilgreinir hvar samsetningaríhluturinn er settur innan birgðahreyfinga eða tínslu í vöruhúsi.

Til athugunar
Í haus samsetningarpantanna á flýtiflipanum Bókun getur hólfið ekki verið af hólfategundarkótanum Afhenda og Móttaka. Þetta tryggir að samsetningarfrálag sé ekki óvart sett í móttöku- eða afhendingarsvæðið.

Í samsetningarpöntunarlínum verður hólfið að vera af hólfategundarkótanum FRÁGANGUR annars getur það ekki haft hólfategundarkóta. Þetta tryggir að aðrar vöruhúsaaðgerðir eins og tínsla, afhending eða móttaka taki ekki óvart íhluti úr eða setji íhluti í samsetningarsvæðið.

Í eina sölupöntunarlínu er hægt að selja magn sem er tiltækt og sem nauðsynlegt er að tekin séu úr birgðum ásamt magni sem verður að setja saman í pöntun. Tilteknar reglur eru til staðar til að stýra dreifingu á slíku magni til að tryggja að sameiningarpöntunarmagnið fái forgang yfir birgðamagn í hlutaafhendingum. Nánari upplýsingar eru í hlutanum „Samsetningaraðstæður“ í Setja saman í pöntun eða setja saman í birgðir Þegar magn samsetningar í pöntun er tilbúið til afhendingar bókar starfsmaðurinn í vöruhúsinu sem stjórnar birgðatínslu fyrir sölupöntunarlínuna eða línurnar. Þetta stofnar birgðahreyfingu fyrir íhlutina og bókar samsetningarfrálagið og sölupöntunarsendinguna. Nánari upplýsingar eru í hlutanum „Meðhöndlun íhluta pantanasamsetninga við birgðatínslu” í Birgðatínsla.

Ábending

Sjá einnig