Tilgreinir hvort framkvæma þurfi tínsluaðgerðir í vöruhúsinu í þessari birgðageymslu.
Viðbótarupplýsingar
Ef reiturinn Krefjast tínslu er valinn einn og sér sýnir hann einfalda vöruhússuppsetningu þar sem vöruhúsaaðgerðir eru yfirleitt bókaðar og skráðar með gluggunum Birgðatínsla eða Birgðahreyfing.
![]() |
---|
Þegar íhlutir eru tíndir fyrir innri virkni eins og framleiðsla með glugganum Brigðatínsla eru íhlutirnir bókaðir sem notkun í framleiðslupöntununni um leið og birgðatínslan er skráð. Þetta gerist ekki þegar íhlutir sem hafa verið færðir (tíndir) eru skráðir með glugganum Birgðahreyfing. Frekari upplýsingar eru í Hvernig á að færa íhluti á aðgerðasvæði með einföldum vöruhúsaaðgerðum. |
![]() |
---|
Velja verður reitinn Krefjast tínslu áður en hægt er að framkvæma birgðahreyfingar sem eru byggðar á upprunaskjölum. Ef birgðahreyfingar eru notaðar án upprunaskjala með glugganum Hreyfing innanhúss þarf ekki að velja reitinn Krefjast tínslu. Frekari upplýsingar eru í Hvernig á að færa vörur eftir þörfum með einföldum vöruhúsaaðgerðum. |
![]() |
---|
Frekari upplýsingar um hvernig á að vinna með reiti og dálka eru í Unnið með Microsoft Dynamics NAV. Nánari upplýsingar um hvernig finna má tilteknar síður eru í Leit. |