Opnið gluggann Loka rekstrarreikningi.

Flytja niðurstöðutölur ársins yfir á efnahagsreikning og loka rekstrarreikningum. Það er gert með því að stofna línur í færslubók sem síðan er hægt að bóka.

Keyrslan vinnur úr öllum fjárhagsreikningum af gerðinni rekstrarreikningar og býr til færslur sem jafna út stöðu þeirra. Þ.e. hver færsla er samtala allra almennra fjárhagsfærslna á reikningnum á reikningsárinu. Þessar nýju færslur eru færðar inn í færslubók þar sem þarf að tilgreina mótreikning og framlegðarreikning í efnahagsreikningi áður en bókað er. Þegar færslubók er bókuð er færsla bókuð á alla rekstrarreikninga til að staðan verði núll og um leið er útkoma ársins færð á efnahagsreikning.

Notandi þarf að bóka þarf bókina sjálfur. Keyrslan bókar færslurnar ekki sjálfkrafa, nema þegar annar skýrslugjaldmiðill er notaður. Þegar annar skýrslugjaldmiðill er notaður, bókar keyrslan beint í færslubókina.

Dagsetningin í línunum sem bætast í færslubókina í keyrslunni verður alltaf lokadagsetning reikningsársins. Lokadagsetningin er hugsuð dagsetning milli síðustu dagsetningar reikningsársins og fyrstu dagsetningar á nýju ári. Kosturinn við að bóka á lokadagsetningu er sá að þá helst rétt staða fyrir venjulegar dagsetningar reikningsársins.

Keyrsluna Loka rekstrarreikningi má nota nokkrum sinnum. Hægt er að bóka á fyrra reikningsár jafnvel eftir lokun rekstrarreiknings ef keyrslan er keyrð aftur.

Mikilvægt
Reikningsárinu þarf að loka áður en hægt er að setja keyrsluna í gang.

Valkostir

Reitur Lýsing

Lokadagsetning reikningsárs

Hér er skráð lokadagsetning reikningsársins. Þennan reit verður að fylla út. Lokadagsetningin ræðst af þessari dagsetningu.

Sniðmát færslubókar

Færa inn heiti færslubókarsniðmátsins sem færslurnar eru settar í. Til þess að sjá fyrirliggjandi færslubókarsniðmát er þessi reitur valinn.

Færslubókarkeyrsla

Færa inn heiti færslubókarkeyrslunnar sem færslurnar eru settar í. Til þess að sjá fyrirliggjandi færslubókarkeyrslur er þessi reitur valinn.

Númer fylgiskjals

Ef reiturinn Sniðmát færslubókar er fylltur út, ásamt reitnum Færslubókarkeyrsla, fyllir keyrslan sjálfkrafa í þennan reit með næsta tiltæka númeri í Númeraröð fyrir bókarkeyrsluna. Einnig er hægt að færa í þennan reit handvirkt.

Reikn. óráðst. eigin fjár

Færa inn númer reiknings sem framlegðarfærslur eru settar í. Til að velja reikning skal velja reit.

Loka eftir

Sláðu inn texta sem fylgir færslunum. Sjálfgefni textinn er Loka rekstarreikningi.

Kóti fyrirtækiseiningar

Setja skal gátmerki ef stofna á færslu fyrir hverja fyrirtækiseiningu.

Víddir

Eigi að stofna færslu fyrir hverja vídd sem notuð er í fjárhagsreikningi skal velja reitinn og velja kóta víddanna.

Birgðatímabil lokað

Veldu hvort þú vilt birgðahaldstími með lokadagsetningar jafn eða fyrir síðustu dagsetningu reikningstímabilsins að vera lokað þegar þú keyrir runuvinnslu.

Frekari upplýsingar eru í Hvernig á að vinna með birgðatímabil.

Til athugunar
Eigi ekki að fara eftir fyrirtækiseiningum eða víddum verður aðeins ein færsla stofnuð fyrir hvern reikning.

Ábending

Sjá einnig