Birgðatímabil skilgreina tímabil þar sem hægt er að bóka breytingar á birgðum. Birgðatímabil afmarkast af dagsetningunni sem því lýkur á. Þegar birgðatímabili er lokað er ekki hægt að bóka neinar breytingar á birgðum, hvorki áætluðum né reikningsfærðum fyrir þessa lokadagsetningu. Ekki er heldur hægt að bóka nein ný gildi við birgðir fyrir lokadagsetninguna. Ef birgðafærslur eru hafðar opnar í lokaða tímabilinu, sem þýðir jákvætt magn sem ekki er búið að jafna saman við færslur á útleið, er samt hægt að jafna magn á útleið við þessar færslur, jafnvel þó að tímabilið sé lokað.

Eftirfarandi hlutar útskýra hvernig á að standa að:

Stofnun birgðatímabila

Til að stofna birgðatímabil

  1. Í reitnum Leita skal færa inn Birgðatímabil og velja síðan viðkomandi tengi.

  2. Stofnið nýja línu.

  3. Í reitinn Lokadagsetning er slegin inn síðasta dagsetningin í birgðatímabilinu sem ætlunin er að skilgreina. Þegar tímabilinu er lokað verður ekki hægt að bóka breytingar á birgðum fyrir þessa dagsetningu.

  4. Færa inn lýsandi heiti í reitinn Heiti. Velja hnappinn Í lagi.

Lokun birgðatímabila

Reiturinn Lokað gefur til kynna hvort birgðatímabilið er lokað fyrir breytingum á birgðagildum eður ei. Ekki er hægt að breyta þessum reit.

Hægt er að loka hvaða birgðatímabili sem er, að því gefnu að eftirfarandi sé satt:

  • Engar birgðafærslur eru opnar það er að segja ekki neikvætt birgðamagn, á því tímabili.
  • Kostnaður allra vara hefur verið leiðréttur með keyrslunni Leiðr. kostnað - Birgðafærslur.

Þetta þýðir að jafna þarf allt færslumagn á útleið, eins og magnið í sölupöntunum, millifærslum á útleið, sölureikningsfærslum, vöruskilum eða innkaupakreditreikningum við magn sem er fyrir í birgðum.

Til að loka birgðatímabili

  1. Áður en birgðatímabili er lokað er keyrslan Leiðr. kostnað - Birgðafærslur keyrð til að tryggja það að allar kostnaðarleiðréttingar séu bókaðar. Í flipanum Aðgerðir í flokknum Eiginleikar veljið Leiðrétta kostnað - Birgðafærslur.

    Keyrð er skýrslan Loka birgðatímabili - Prófun til að ákvarða hvort einhverjar opnar birgðafærslur á útleið eru innan birgðatímabilsins eða einhverjar vörur sem ekki hafa fengið kostnað sinn leiðréttan.

  2. Í flipanum Aðgerðir, í flokknum Eiginleikar, veljið Loka birgðatímabili - Prófun.

    Keyrð er keyrslan Bóka birgðabreytingar til að tryggja það að allur kostnaður sé bókaður í fjárhaginn.

  3. Á flipanum Aðgerðir í flokknum Eiginleikar veljið Bóka birgðir í fjárhag.

  4. Í glugganum Birgðatímabil skal velja birgðatímabilið sem á að loka.

  5. Í flipanum Aðgerðir í flokknum Eiginleikar veljið Loka tímabili. Þegar birgðatímabilinu hafi verið lokað er ekki hægt að bóka breytingar á birgðum fyrir lokadagsetninguna. Leiðrétta þarf kostnað allra vara með keyrslunni Leiðr. kostnað - Birgðafærslur áður en birgðatímabilinu er lokað.

  6. Veldu hnappinn til að staðfesta það að ætlunin sé að loka tímabilinu, eða veldu Nei til að hætta við lokunina.

  7. Kerfið lokar birgðatímabilinu og sýnir staðfestingarskilaboð þegar því er lokið.

Enduropnun birgðatímabila

Þegar birgðatímabili hefur verið lokað er ekki hægt að eyða birgðatímabilinu. Hægt er hins vegar að enduropna það til að leyfa bókun áður en að lokadagsetningu birgðatímabilsins er komið. Enduropnun tímabils enduropnar líka öll birgðatímabil með lokadagsetningar seinni en það tímabil sem er enduropnað.

Til að enduropna birgðatímabil

  1. Í reitnum Leita skal færa inn Birgðatímabil og velja síðan viðkomandi tengi.

  2. Veljið birgðatímabilið sem á að enduropna.

  3. Á flipanum Aðgerðir í flokknum Eiginleikar veljið Enduropna tímabili. Staðfesta að það eigi að enduropna tímabilið.

  4. Allir birgðahaldstímar með lokadagsetningu sem kemur síðar en valið tímabilið eru enduropnaðir.

Ábending

Sjá einnig