Tilgreinir allar númeraraðir sem á að nota fyrir fyrirtækið. Hægt er að tilgreina númeraraðir í tilteknar töflur (eins og Viðskiptamanna-, Lánardrottna- og Birgðatöflur), sölu- og innkaupaskjöl (eins og beiðnir, afhendingar og bókaðar færslur) og bókarsniðmát, keyrslur og línur.
Í glugganum Númeraröð eru reitir úr töflunni Númeraröð og töflunni Númeraraðarlína.
Tengja verður hverja númeraröð við eina eða fleiri línur í töflunni Númeraraðarlína þar sem settar eru upp viðbótarupplýsingar um númeraröðina.
Tilgreint er hvaða númeraraðir eru notaðar og til hvers í uppsetningartöflunni fyrir hverja kerfiseiningu og í bókarsniðmáti. Ef til dæmis hefur verið sett upp númeraröð fyrir viðskiptamenn er færður inn kóti fyrir númeraröðina í reitnum Viðskiptamannanr.röð í töflunni Sölugrunnur. Síðan þegar nýr viðskiptamaður er stofnaður þá notar kerfið þær upplýsingar sem tengdar eru kótanum til að tilgreina viðskiptamannanúmerið.
Stundum kanntu að vilja tilgreina fleiri en eina númeraröð í reit sem getur aðeins haft eina númeraröð. Til dæmis ef notandi hefur fleiri en eina númeraröð fyrir birgðir er hægt að nota töfluna Tengsl númeraraða til að tengja allar skyldar raðir við einn númeraraðarkóta. Síðan er hægt að færa kóðann inn í reitinn Birgðanúmeraröð. Þegar númer er tilgreint fyrir nýja vöru er hægt að velja milli allra skyldra raða.