Skilgreinir tengla milli eigna og fjárhagsins þar sem fjárhagsheildun er virkjuð og fjárhagur við bókunarflokka eigna.
Mikilvægt |
---|
Stofna verður nauðsynlega reikninga í glugganum Bókhaldslykill áður en bókunarflokkar eru stofnaðir. |
Í glugganum Eignabókunarflokkar eru þeir reikningar sem kerfið bókar viðskipti með eignir á tilgreindir fyrir hvern bókunarflokk.
Þessi gluggi er notaður til að úthluta hverjum eignaflokki kóta. Síðan er hægt að færa kótann í reitinn Eignabókunarflokkar í glugganum Eignaafskriftabækur sem tengist einstökum eignaspjöldum.
Í eftirfarandi dæmum notar kerfið síðan þær upplýsingar sem kótinn stendur fyrir til að bóka á reikningana sem voru tilgreindir:
-
Bókun innkaupapantana, reikninga eða kreditreikninga
-
Bókun eignaviðskipta með notkun bóka
-
Bókun bóka með keyrslunni Reikna afskrift
-
Bókun bóka með keyrslunni Endurmat eigna
Bókunarflokkar leyfa einnig flokkun eigna vegna upplýsingavinnslu.