Þegar búið er að stofna þjónustupöntun eða þjónustutilboð, skrá þjónustuvörulínur og úthluta forða til þjónustuvöru í pöntuninni eða tilboðinu má byrja að gera við þjónustuvöru og halda henni við.

Unnið við þjónustuverkhluta:

  1. Í reitnum Leita skal færa inn Þjónustuverkhlutar og velja síðan viðkomandi tengi.

  2. Ef fá á lista yfir verkhluta sem tilteknum forða eða forðaflokki er úthlutað til þarf að fylla út reitinn Forðaafmörkun eða Forðaflokksafmörkun og styðja á færslulykilinn.

  3. Ef fá á lista yfir þjónustuverkhluta með tiltekinni svardagsetningu eða svardagsetningum á tilteknu tímabili þarf að fylla út reitinn Dags. afmörkun svars og styðja á færslulykilinn.

  4. Ef fá á lista yfir verkhluta með tiltekna úthlutunarstöðu eða viðgerðarstöðu þarf að fylla út reitinn Afm. úthlutunarstöðu eða Viðgerðarstöðukóti - afmörkun og styðja á færslulykilinn.

  5. Veljið þjónustuverkið sem á að vinna með. Á flipanum Færsluleit, í flokknum Þjónustuverkhlutar, skal velja hnappinn Þjónustuvörublað. Glugginn Þjónustuvörublað opnast.

  6. Staðlaður texti, varahlutir, forðastundir og kostnaður er skráður eins og við á með samsvarandi valkostum í reitnum Tegund: <Auður> Vara, Forði og Kostnaður.

  7. Í reitnum Viðgerðastaða veljið viðeigandi stöðu.

    Fyllt er út í reitinn Viðgerðarstaða með stöðunni Lokið eða Hluta þjónustu lokið ef vinnu við þjónustuvöruna er lokið eða annar forði heldur áfram að veita þjónustu. Staðan Lokið eða Þarf að endurúthluta er sjálfkrafa valin fyrir úthlutunarfærsluna fyrir þjónustuvöruna.

Ábending

Sjá einnig