Þegar unnið er við þjónustuvöru í þjónustupöntunum þarf að skrá forðastundir sem notaðar eru til þjónustunnar. Eftirfarandi ferli sýnir hvernig á að skrá forðastundir í glugganum Þjónustuvörublað.
Hægt er að nota sömu aðferð við að skrá stundirnar í glugganum Þjónustulínur, sem hægt er að opna úr glugganum Þjónustupöntun. Opna viðeigandi þjónustuspjald og velja síðan Aðgerðir, velja Pöntunog velja síðan Þjónustulínur.
Forðastundir skráðar
Í reitnum Leita skal færa inn Þjónustuverkhlutar og velja síðan viðkomandi tengi.
Valinn er línan sem inniheldur viðeigandi þjónustuvöru. Á flipanum Færsluleit, í flokknum Þjónustuverkhlutar, skal velja hnappinn Þjónustuvörublað.
Færð er inn ný þjónustulína.
Í reitnum Tegund er valið Forði.
Í reitnum Nr. veljið viðeigandi forða.
Í reitinn Magn er færður inn fjöldi stunda sem notaður er í þjónustuvöruna.
Ef sami forði nýtist til allrar þjónustuvöru í þjónustupöntun má aðeins skrá heildarfjölda forðastunda fyrir eina vöru og síðan er forðalínunni skipt upp til að úthluta annarri þjónustuvöru forðastundum.
Ábending |
---|
Frekari upplýsingar um hvernig á að vinna með reiti og dálka eru í Unnið með Microsoft Dynamics NAV. Nánari upplýsingar um hvernig finna má tilteknar síður eru í Leit. |