Þegar þjónustupöntun hefur verið stofnuð og fyllt hefur verið út í línurnar er hægt að sjá heildarupphæðir í glugganum Upplýsingar um þjónustupöntun.

Upplýsingar um þjónustupöntun skoðaðar:

  1. Í reitnum Leit skal færa inn Þjónustupantanir og velja viðkomandi tengil.

  2. Stofna þjónustupöntun og fylla út vörulínur tengdar pöntuninni með viðeigandi upplýsingum.

  3. Í pöntuninni skal velja Upplýsingar í flokknum Pöntun á flipanum Færsluleit.

  4. Í glugganum Uppl. um þjónustupöntun á flýtiflipanum Almennt er hægt að sjá samantekt á allri pöntuninni byggða á heildarmagni í reitunum Magn í þjónustulínunum.

  5. Á flýtiflipanum Afhending eru upplýsingar um vörur, forða og kostnað til afhendingar. Gildin sem tilgreind eru í reitnum Magn til afhendingar eru notuð í hverri þjónustulínu.

  6. Á flýtiflipanum Sundurliðun er hægt að skoða upplýsingar um vörur, forðastundir og kostnað sem á að reikningsfæra eða nota. Reitirnir Magn til reikningsf. og Magn til notkunar eru notaðir í þjónustulínunum til þess að framkalla upplýsingarnar.

  7. Á flýtiflipanum Þjónustulína er hægt að sjá upphæðir fyrir margskonar þjónustulínur í þjónustupöntuninni. Upphæðirnar eru sýndar sérstaklega fyrir vörur, forða, kostnað og fjárhagsreikninga.

  8. Á flýtiflipanum Viðskiptamaður er hægt að sjá grunnbókhaldsupplýsingar fyrir viðskiptamanninn í þjónustupöntuninni.

Til athugunar
Ef eitthvað þarfnast leiðréttingar er hægt að fara aftur í þjónustupöntunina og gera nauðsynlegar breytingar.

Ábending

Sjá einnig