Ef þjónustupöntun er bókuð með valkostinum Reikningur eða Afhenda og reikningsfæra býr forritið sjálfkrafa til bókaða reikningsfærslu. Eigi að síður gæti þurft að gefa út reikning sem hvorki er tengdur þjónustusamningi né þjónustupöntun. Þessi aðgerð útskýrir hvernig gefa á út reikning á sama tíma og viðskiptamaðurinn fær þjónustuna.
Þjónustureikningar búnir til:
Í reitinn Leit skal færa inn þjónustureikningar og velja síðan viðkomandi tengil.
Nýr þjónustureikningur er stofnaður.
Fyllt er í reitinn Nr..
Til athugunar Hafi númeraröð fyrir þjónustureikninga verið sett upp í glugganum Þjónustukerfisgrunnur er hægt að styðja á færslulykilinn til að velja næsta lausa þjónustureikningsnúmer. Í reitinn Viðskiptamaður nr. er fært inn númer viðskiptamanns. Veljið viðeigandi viðskiptamann af listanum.
Fyllt er í viðskiptavinareiti með upplýsingum úr spjaldinu Viðskiptavinur .
Dagsetning er færð inn í reitinn Bókunardags. Þessi dagsetning mun birtast á bókuðum færslum. Þessi dagsetning mun birtast á bókuðum færslum. Þessi reitur er fylltur út með gildandi vinnudagsetningu, en hægt er að breyta honum handvirkt.
Fylla skal út reitinn Dagsetning fylgiskjals. Dagsetningin sem færð er inn mun birtast á prentaða reikningnum og verður notuð til þess að reikna út gjalddaga.
Fylla inn í þjónustulínur reikningsins. Fylla inn í reitina Tegund, Nr. og Magn til þess að skrá vörur, magn og kostnað sem notað hefur verið í þjónustu.
Ábending |
---|
Frekari upplýsingar um hvernig á að vinna með reiti og dálka eru í Unnið með Microsoft Dynamics NAV. Nánari upplýsingar um hvernig finna má tilteknar síður eru í Leit. |