Flutningur eigna á aðra staði er til dæmis notaður þegar eign er sett í framleiðsludeildina meðan verið er að búa hana til. Þegar lokið er við hana er hún flutt í stjórnunardeildina.
Flutningur eigna á aðra staði
Uppsetning nýrrar eignar. Nýr staður er færður inn í reitinn Deildarkóti.
Stofnuð er eignaafskriftabók þar sem afskriftabók er tengd eigninni.
Í retinum Leit skal færa inn Eignaendurflokkanir færslubóka og velja síðan viðkomandi tengill til að flytja 100 prósent af stofnkostnaði og afskriftum eigna á nýju eignina.
Bókarlínan er fyllt út.
Í flipanum Aðgerðir veljið Endurflokka.
Nauðsynlegar línur eru stofnaðar í eignafjárhagsbókinni með því að nota sniðmátið og keyrsluna sem tilgreind voru í glugganum Eignabókargrunnur fyrir tilgreinda afskriftabók.
Glugginn Eignafjárhagsbók sýnir línurnar sem hafa verið stofnaðar.
Færslurnar eru bókaðar.
Til athugunar |
---|
Ef mótreikningarnir hafa ekki verið settir upp verður að færa mótreikningana áður en línurnar eru bókaðar. |
Ábending |
---|
Frekari upplýsingar um hvernig á að vinna með reiti og dálka eru í Unnið með Microsoft Dynamics NAV. Nánari upplýsingar um hvernig finna má tilteknar síður eru í Leit. |
Sjá einnig
Eignabókargrunnur
Verkhlutar
Hvernig á að stofna EignirHvernig á að skipta upp eignum
Hvernig á að Sameina eignir
Hvernig á að skoða endurflokkaðar færslur
Hvernig á að setja upp keyrslur endurflokkunarsniðmáta
Hvernig á að setja upp endurflokkunarkeyrslur eignabóka
Hvernig á að skilgreina staðsetningarkóta eigna