Beinn frágangur og tínsla gefa kost á þróaðri vöruhúsaaðgerðum sem auka mjög skilvirkni og áreiðanleika gagna. Fyrst þarf að setja upp nokkrar færibreytur í vöruhúsinu.

Ef nota á beinan frágang og tínslu þarf að virkja aðgerðina á birgðageymsluspjaldinu.

Til að virkja aðgerðir fyrir stýrðan frágang og tínslu.

  1. Í reitnum Leit skal færa inn Birgðageymslur og velja síðan viðkomandi tengil.

  2. Veljið staðsetninguna þar sem nota á stýrðan frágang og tínslu. Á flipanum Heim í flokknum Stjórna skal velja Breyta.

  3. Á flýtiflipanum Vöruhús skal velja reitinn Beinn frágangur og tínsla.

Ekki þarf að fylla út aðra reiti á birgðageymsluspjaldinu fyrr en seinna í uppsetningarferlinu.

Til athugunar
Ekki er hægt að setja vöruhús upp með hólfum ef það er með opnar birgðafærslur.

Síðan þarf að skilgreina tegundir hólfa. Frekari upplýsingar eru í Hvernig á að setja upp hólfategundir. Tegund hólfsins tilgreinir hvernig ákveðið hólf er notað í úrvinnslu vöruflæðis um vöruhúsið. Hægt er að úthluta hólfategund bæði á svæði og hólf.

Einnig er hægt að skilgreina kóta vöruhúsaflokka ef vörur í vöruhúsinu krefjast mismunandi geymsluskilyrða. Vöruhúsaflokkskóðar eru notaðir þegar ráðleggingar eru gefnar um staðsetningu vara í hólf. Vöruhúsaflokkskóðum er úthlutað á vöruflokka, sem er svo úthlutað á vörur og birgðahaldseiningar, eða á svæði og hólf sem geta mætt geymsluþörfum vöruhúsaflokkskóðanna.

Nú er allt til reiðu fyrir uppsetningu svæðanna eigi að nota svæði í vöruhúsinu. Notkun svæða fækkar reitum sem fylla þarf út þegar hólf eru sett upp þar sem hólf sem stofnuð eru innan svæða erfa nokkra af eiginleikum svæðisins. Svæði auðvelda einnig nýjum starfsmönnum og afleysingafólki að ná áttum í vöruhúsinu. Athugið að flæði er stjórnað af hólfum, því er hægt er að nota hólf og hafa aðeins eitt svæði.

Svæði sett upp í vöruhúsinu

  1. Í reitnum Leit skal færa inn Birgðageymslur og velja síðan viðkomandi tengil.

  2. Staðsetningin þar sem á að setja upp svæði er valin og birgðageymsluspjald opnað.

  3. Á flipanum Færsluleit, í flokknum Birgðageymsla, skal velja Svæði.

  4. Í glugganum Svæði eru reitirnir Kóti og Lýsing fylltri út fyrir hvert svæði sem á að nota.

  5. Ef við á er hólfategund sem nota á fyrir hólfin á svæðinu valin í reitnum Tegund hólfs.

  6. Ef við á er valinn vöruhúsaflokkskóti í reitnum Kóti vöruhúsaflokks.

  7. Kóti sérbúnaðar er valinn í reitnum Kóti sérbúnaðar ef starfsmenn eiga að nota sérstakan búnað þegar unnið er á svæðinu.

  8. Reiturinn Svæðaflokkun er fylltur út með þeirri flokkun sem flest hólf á svæðinu eiga að hafa.

Þegar færibreytu svæðis er breytt munu öll hólf sem stofnuð eru eftir það fá nýju eiginleikana en eldri hólf haldast óbreytt.

Til athugunar
Ef vinna á án svæða þarf engu að síður að búa til einn svæðiskóta, sem hefur enga skilgreiningu utan kótans.

Þá þarf að skilgreina hólfin. Frekari upplýsingar eru í: Hvernig á að setja upp birgðageymslur til að þær noti hólf.

Auk þess þarf að stofna frágangssniðmát og talningartímabil. Nánari upplýsingar er að finna í Hvernig á að setja upp Frágangssniðmát og Hvernig á að setja upp talningartímabil raunbirgða.

Ábending

Sjá einnig