Hólf tákna grunnvöruhúsauppbyggingu og eru notuð til að gera tillögur að staðsetningu vöru. Þegar hólfin hafa verið stofnuð er hægt að skilgreina nánar hvaða innihald á að setja í hvert hólf eða nota hólfið sem fljótandi hólf án tiltekins innihalds.
Ef nota á hólf í birgðageymslu þarf fyrst að virkja aðgerðina á spjaldinu birgðageymsla Síðan er vöruflæðið í birgðageymslunni útbúið með því að tilgreina hólfakóða í uppsetningarreitum sem tákna ólík flæði.
Til athugunar |
---|
Áður en hægt er að tilgreina hólfkóta í birgðageymsluspjaldinu þarf að stofna hólfkótana. Frekari upplýsingar eru í Hvernig á að stofna Stök hólf á Hólfastofnunarvinnublaði. |
Til að setja upp birgðageymslur til að þær noti hólf
Í reitnum Leit skal færa inn Birgðageymslur og velja síðan viðkomandi tengil.
Veljið birgðageymsluna þar sem á að nota hólf.
Til athugunar Ekki er hægt að breyta uppsetningu staðsetninga sem hafa birgðafærslur. Á flipanum Heim í flokknum Stjórna skal velja Breyta.
Á flýtiflipanum Vöruhús er reiturinn Hólf áskilin valinn.
Ef ekki er notaður beinn frágangur og tínsla er í reitnum Sjálfgefið hólfaval tilgreind aðferðin sem kerfið a´að nota þegar sjálfgefið hólf er tengt vöru.
Opna birgðageymsluna sem setja á upp hólf fyrir. Á flýtiflipanum Hólf eru hólfin sem nota á sem sjálfgefin fyrir móttökur, afhendingar, innhólf, úthólf og opin vinnslusalarhólf.
Hólfakótarnir sem valdir eru hér munu birtast sjálfkrafa á hausum og línum vöruhúsaskjala. Sjálfgefnu hólfin skilgreina allar upphafs- og lokastaðsetningar vara í vöruhúsinu.
Ef notaður er beinn frágangur og tínsla skal velja hólf fyrir vöruhúsaleiðréttingar. Hólfakótinn í svæðinu Kóti leiðréttingarhólfs skilgreinir sýndarhólfið þar sem á að skrá misræmi í birgðum við skráningu annað hvort misræmis sem uppgötvast og skráð er í vöru í vöruhúsi færslubókar eða mismunar sem reiknaður er þegar raunbirgðir vöruhúss eru skráðar.
Reitirnir á flýtiflipanum Hólfareglur eru fylltir út ef þeir eiga við í vöruhúsinu. Mikilvægustu reitirnir eru Hólfageturegla, Leyfa einingaskipti og Kóti frágangssniðmáts.
Á flýtiflipanum Vöruhús skal fylla út reitina Afgr.tími vara á útl. úr vöruh., Afgr.tími vara á innl. úr vöruh. og Kóti grunndagatals.
Ábending |
---|
Frekari upplýsingar um hvernig á að vinna með reiti og dálka eru í Unnið með Microsoft Dynamics NAV. Nánari upplýsingar um hvernig finna má tilteknar síður eru í Leit. |